Tíu frábærar mínútur dugðu til Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Róbert Gunnarsson átti frábæran leik og bætti heldur betur fyrir frammistöðuna á móti Króatíu. Mynd/Vilhelm Eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar tíu mínútur lifðu leiks risu strákarnir okkar upp frá dauðum og unnu ótrúlegan tveggja marka sigur, 34-32, á Noregi í Vrsac. Guðmundur byrjaði með sama mannskap í sókninni og gegn Króatíu en Ingimundur var kominn í vörnina í stað Vignis sem lék vel gegn Króatíu. Línuspilið hjá íslenska liðinu gekk ekki nógu vel gegn Króatíu en það var heldur betur í lagi í gær. Aron og Arnór voru duglegir að finna Róbert sem annað hvort skoraði eða fiskaði víti. Hrikalega sterkur og hann fær því að halda skegginu en Róbert ætlaði að raka sig ef hann myndi ekki skora í leiknum. Hjá Noregi fékk Erlend Mamelund að leika lausum hala en hann skoraði 7 af fyrstu 11 mörkum Norðmanna og klúðraði ekki skoti. Óttuðust margir að ný Kjetil Strand-uppákoma væru í aðsigi en sá skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006. Þá tók Robert Hedin, þjálfari Noregs, þá stórundarlegu ákvörðun að kippa Mamelund af velli og kæla hann niður. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum en Norðmenn gengu til búningsherbergja með tveggja marka forskot, 18-20. Varnarleikur íslenska liðsins í hálfleiknum var hörmulegur og markvarslan eftir því — engin. Strákarnir þurftu því heldur betur að girða sig í brók fyrir síðari hálfleikinn. Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu. Strákarnir jafna og Björgvin ver. Þegar það kom síðan að því að ná frumkvæðinu fór allt í baklás. Skytturnar okkur voru ragar og allan neista vantaði í leik liðsins. Þeir voru einnig hættir að finna Róbert á línunni. Norðmenn gengu á lagið og náðu fjögurra marka forskoti, 21-25. Þá var Guðmundi landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur íslenska liðsins í molum á báðum endum vallarins. Strákarnir tóku smá kipp í kjölfarið og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Þá fór allt aftur í sama farið og Norðmenn náðu þriggja marka forskoti sem þeir héldu ansi lengi. Í hvert skipti sem íslenska liðið fékk tækifæri til þess að minnka muninn voru þeir sjálfum sér verstir með klaufaskap og lélegum skotum. Munurinn þrjú mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir tóku þá aftur rispu og jöfnuðu leikinn, 30-30, þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispennandi lokakafli fram undan. Róbert kom okkur loksins yfir, 31-30, og þá tóku Norðmenn leikhlé. Vörn íslenska liðsins loksins farin að virka almennilega. Strákarnir fengu tvö færi til þess að komast tveimur mörkum yfir. Norðmenn þökkuðu pent fyrir og jöfnuðu. Vignir kemur Íslandi yfir, 33-32, þegar rúm hálf mínúta var eftir og Björgvin varði í kjölfarið. Talandi um að stíga upp á réttum tíma. Róbert skoraði á lokasekúndunni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland gat ekkert fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Þessir strákar eru ótrúlegir. Ævintýrið heldur áfram. Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar tíu mínútur lifðu leiks risu strákarnir okkar upp frá dauðum og unnu ótrúlegan tveggja marka sigur, 34-32, á Noregi í Vrsac. Guðmundur byrjaði með sama mannskap í sókninni og gegn Króatíu en Ingimundur var kominn í vörnina í stað Vignis sem lék vel gegn Króatíu. Línuspilið hjá íslenska liðinu gekk ekki nógu vel gegn Króatíu en það var heldur betur í lagi í gær. Aron og Arnór voru duglegir að finna Róbert sem annað hvort skoraði eða fiskaði víti. Hrikalega sterkur og hann fær því að halda skegginu en Róbert ætlaði að raka sig ef hann myndi ekki skora í leiknum. Hjá Noregi fékk Erlend Mamelund að leika lausum hala en hann skoraði 7 af fyrstu 11 mörkum Norðmanna og klúðraði ekki skoti. Óttuðust margir að ný Kjetil Strand-uppákoma væru í aðsigi en sá skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006. Þá tók Robert Hedin, þjálfari Noregs, þá stórundarlegu ákvörðun að kippa Mamelund af velli og kæla hann niður. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum en Norðmenn gengu til búningsherbergja með tveggja marka forskot, 18-20. Varnarleikur íslenska liðsins í hálfleiknum var hörmulegur og markvarslan eftir því — engin. Strákarnir þurftu því heldur betur að girða sig í brók fyrir síðari hálfleikinn. Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu. Strákarnir jafna og Björgvin ver. Þegar það kom síðan að því að ná frumkvæðinu fór allt í baklás. Skytturnar okkur voru ragar og allan neista vantaði í leik liðsins. Þeir voru einnig hættir að finna Róbert á línunni. Norðmenn gengu á lagið og náðu fjögurra marka forskoti, 21-25. Þá var Guðmundi landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur íslenska liðsins í molum á báðum endum vallarins. Strákarnir tóku smá kipp í kjölfarið og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Þá fór allt aftur í sama farið og Norðmenn náðu þriggja marka forskoti sem þeir héldu ansi lengi. Í hvert skipti sem íslenska liðið fékk tækifæri til þess að minnka muninn voru þeir sjálfum sér verstir með klaufaskap og lélegum skotum. Munurinn þrjú mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir tóku þá aftur rispu og jöfnuðu leikinn, 30-30, þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispennandi lokakafli fram undan. Róbert kom okkur loksins yfir, 31-30, og þá tóku Norðmenn leikhlé. Vörn íslenska liðsins loksins farin að virka almennilega. Strákarnir fengu tvö færi til þess að komast tveimur mörkum yfir. Norðmenn þökkuðu pent fyrir og jöfnuðu. Vignir kemur Íslandi yfir, 33-32, þegar rúm hálf mínúta var eftir og Björgvin varði í kjölfarið. Talandi um að stíga upp á réttum tíma. Róbert skoraði á lokasekúndunni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland gat ekkert fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Þessir strákar eru ótrúlegir. Ævintýrið heldur áfram.
Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira