Yang leggur spaðann á hilluna | Þjálfara og fyrirkomulagi kennt um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2012 22:30 Yu Yang, önnur frá vinstri, að lokinni viðureigninni umdeildu. Nordicphotos/Getty Heimsmeistari kvenna í badminton, Yu Yang frá Kína, hefur lagt spaðann á hilluna. Ákvörðunina tók hún eftir að henni var vikið úr badmintonkeppni Ólympíuleikanna ásamt sjö öðrum keppendum sem reyndu vísvitandi að tapa leikjum sínum í tvíliðaleik kvena. Óhætt er að fullyrða að tvíliðaleikur í badmintonkeppni kvenna hafi aldrei fengið jafnmikla athygli og á leikunum í London. Í tveimur leikjum riðlakeppninnar á þriðjudag kom upp sú einkennilega staða að öll pörin fjögur vildu tapa. Yu Yang og liðsfélagi hennar Wang Xiaoli, sem þóttu líklegastar til sigurs á leikunum í tvíliðaleikskeppni kvenna, voru eitt paranna sem sent var heim. Auk þeirra fékk annað kínverskt par, par frá Indónesíu og par frá Suður-Kóreu reisupassann. „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt. Í fyrsta lagi er það fyrirkomulagið sem er vandamálið. Það er mitt mat," segir Kínverjinn Xu Chen sem keppir ásmat Ma Jin í úrslitum í tvenndarleik á morgun. Fyrirkomulagi badmintonkeppninnar var breytt fyrir yfirstandandi Ólympíuleika. Í stað hefðbundinnar útsláttarkeppni var keppendum skipt í riðla. Lokastaðan í riðlinum réð því hver andstæðingurinn yrði í útsláttarkeppninni þar sem kínversku pörin reyndu að forðast hvort annað. Að sama skapi reyndu pörin frá Suður-Kóreu og Indónesíu að forðast að mæta kínversku pörunum. „Ég mun hvetja hana (Yu Yang) til að halda áfram keppni. Þrátt fyrir það sem gerðist var of mikið að vísa þeim úr keppni. Stelpurnar hafa lagt svo hart að sér undanfarin fjögur ár," segir Wang Xin næstefsta kona heimslistans. Kastljósið hefur ekki síst beinst að þjálfara kínverska liðsins sem horfði upp á landsliðsmenn sína senda fokkuna viljandi í netið hvað eftir annað. Kínverski ríkisfjölmiðillinn Xinhua tekur upp hanskann fyrir leikmennina og skellir skuldinni á þjálfarann. „Það á ekki að refsa kínversku leikmönnunum. Aðalþjálfarinn, Li Yongbo, er höfuðástæða þess að þessi leið var farin á leikunum," segir í frétt fjölmiðilsins. Xu Chen, sem leikur í úrslitaleik tvenndarleiksins á morgun, fagnaði sigrinum í undanúrslitum með handabendingum til þjálfara síns í stúkunni. Ekki var að sjá að kínversku keppendurnir væru ósáttir við þjálfara sinn. „Ég veit ekkert hvað er að gerast í Kína í augnablikinu. Ég einbeiti mér alfarið að leik mínum. En auðvitað styð ég Li og geri áfram. Hann er aðalþjálfarinn okkar eftir allt saman," segir Xu sem ásamt Wang Xiaoli mætir löndum sínum Zhang Nan og Zhao Yunlei í úrslitum tvenndarleiksins. Erlendar Tengdar fréttir Allir badmintonspilararnir átta reknir heim af ÓL Alþjóða badmintonsambandið tók hart á óíþróttamannslegri hegðun í badminton-keppni Ólympíuleikanna í London í gærkvöldi því fjögur pör, sem öll voru komin áfram í átta liða úrslit, hafa verið rekin heim. 1. ágúst 2012 12:15 Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. 1. ágúst 2012 09:00 Pistillinn: Kostir þess að tapa Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. 2. ágúst 2012 08:00 Myndasyrpa frá Ólympíuleikunum Viðburðir á borð við Ólympíuleika, þar sem þjóðir heimsins koma saman til að etja í vinsemd kappi í margvíslegum íþróttum, eru veisla fyrir augað. Hér hefur verið safnað saman nokkrum augnablikum sem fönguðu athygli ljósmyndara fréttaveitu AFP. 3. ágúst 2012 10:00 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Heimsmeistari kvenna í badminton, Yu Yang frá Kína, hefur lagt spaðann á hilluna. Ákvörðunina tók hún eftir að henni var vikið úr badmintonkeppni Ólympíuleikanna ásamt sjö öðrum keppendum sem reyndu vísvitandi að tapa leikjum sínum í tvíliðaleik kvena. Óhætt er að fullyrða að tvíliðaleikur í badmintonkeppni kvenna hafi aldrei fengið jafnmikla athygli og á leikunum í London. Í tveimur leikjum riðlakeppninnar á þriðjudag kom upp sú einkennilega staða að öll pörin fjögur vildu tapa. Yu Yang og liðsfélagi hennar Wang Xiaoli, sem þóttu líklegastar til sigurs á leikunum í tvíliðaleikskeppni kvenna, voru eitt paranna sem sent var heim. Auk þeirra fékk annað kínverskt par, par frá Indónesíu og par frá Suður-Kóreu reisupassann. „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt. Í fyrsta lagi er það fyrirkomulagið sem er vandamálið. Það er mitt mat," segir Kínverjinn Xu Chen sem keppir ásmat Ma Jin í úrslitum í tvenndarleik á morgun. Fyrirkomulagi badmintonkeppninnar var breytt fyrir yfirstandandi Ólympíuleika. Í stað hefðbundinnar útsláttarkeppni var keppendum skipt í riðla. Lokastaðan í riðlinum réð því hver andstæðingurinn yrði í útsláttarkeppninni þar sem kínversku pörin reyndu að forðast hvort annað. Að sama skapi reyndu pörin frá Suður-Kóreu og Indónesíu að forðast að mæta kínversku pörunum. „Ég mun hvetja hana (Yu Yang) til að halda áfram keppni. Þrátt fyrir það sem gerðist var of mikið að vísa þeim úr keppni. Stelpurnar hafa lagt svo hart að sér undanfarin fjögur ár," segir Wang Xin næstefsta kona heimslistans. Kastljósið hefur ekki síst beinst að þjálfara kínverska liðsins sem horfði upp á landsliðsmenn sína senda fokkuna viljandi í netið hvað eftir annað. Kínverski ríkisfjölmiðillinn Xinhua tekur upp hanskann fyrir leikmennina og skellir skuldinni á þjálfarann. „Það á ekki að refsa kínversku leikmönnunum. Aðalþjálfarinn, Li Yongbo, er höfuðástæða þess að þessi leið var farin á leikunum," segir í frétt fjölmiðilsins. Xu Chen, sem leikur í úrslitaleik tvenndarleiksins á morgun, fagnaði sigrinum í undanúrslitum með handabendingum til þjálfara síns í stúkunni. Ekki var að sjá að kínversku keppendurnir væru ósáttir við þjálfara sinn. „Ég veit ekkert hvað er að gerast í Kína í augnablikinu. Ég einbeiti mér alfarið að leik mínum. En auðvitað styð ég Li og geri áfram. Hann er aðalþjálfarinn okkar eftir allt saman," segir Xu sem ásamt Wang Xiaoli mætir löndum sínum Zhang Nan og Zhao Yunlei í úrslitum tvenndarleiksins.
Erlendar Tengdar fréttir Allir badmintonspilararnir átta reknir heim af ÓL Alþjóða badmintonsambandið tók hart á óíþróttamannslegri hegðun í badminton-keppni Ólympíuleikanna í London í gærkvöldi því fjögur pör, sem öll voru komin áfram í átta liða úrslit, hafa verið rekin heim. 1. ágúst 2012 12:15 Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. 1. ágúst 2012 09:00 Pistillinn: Kostir þess að tapa Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. 2. ágúst 2012 08:00 Myndasyrpa frá Ólympíuleikunum Viðburðir á borð við Ólympíuleika, þar sem þjóðir heimsins koma saman til að etja í vinsemd kappi í margvíslegum íþróttum, eru veisla fyrir augað. Hér hefur verið safnað saman nokkrum augnablikum sem fönguðu athygli ljósmyndara fréttaveitu AFP. 3. ágúst 2012 10:00 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Allir badmintonspilararnir átta reknir heim af ÓL Alþjóða badmintonsambandið tók hart á óíþróttamannslegri hegðun í badminton-keppni Ólympíuleikanna í London í gærkvöldi því fjögur pör, sem öll voru komin áfram í átta liða úrslit, hafa verið rekin heim. 1. ágúst 2012 12:15
Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. 1. ágúst 2012 09:00
Pistillinn: Kostir þess að tapa Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. 2. ágúst 2012 08:00
Myndasyrpa frá Ólympíuleikunum Viðburðir á borð við Ólympíuleika, þar sem þjóðir heimsins koma saman til að etja í vinsemd kappi í margvíslegum íþróttum, eru veisla fyrir augað. Hér hefur verið safnað saman nokkrum augnablikum sem fönguðu athygli ljósmyndara fréttaveitu AFP. 3. ágúst 2012 10:00