Tíu frábærar mínútur dugðu til Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Róbert Gunnarsson átti frábæran leik og bætti heldur betur fyrir frammistöðuna á móti Króatíu. Mynd/Vilhelm Eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar tíu mínútur lifðu leiks risu strákarnir okkar upp frá dauðum og unnu ótrúlegan tveggja marka sigur, 34-32, á Noregi í Vrsac. Guðmundur byrjaði með sama mannskap í sókninni og gegn Króatíu en Ingimundur var kominn í vörnina í stað Vignis sem lék vel gegn Króatíu. Línuspilið hjá íslenska liðinu gekk ekki nógu vel gegn Króatíu en það var heldur betur í lagi í gær. Aron og Arnór voru duglegir að finna Róbert sem annað hvort skoraði eða fiskaði víti. Hrikalega sterkur og hann fær því að halda skegginu en Róbert ætlaði að raka sig ef hann myndi ekki skora í leiknum. Hjá Noregi fékk Erlend Mamelund að leika lausum hala en hann skoraði 7 af fyrstu 11 mörkum Norðmanna og klúðraði ekki skoti. Óttuðust margir að ný Kjetil Strand-uppákoma væru í aðsigi en sá skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006. Þá tók Robert Hedin, þjálfari Noregs, þá stórundarlegu ákvörðun að kippa Mamelund af velli og kæla hann niður. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum en Norðmenn gengu til búningsherbergja með tveggja marka forskot, 18-20. Varnarleikur íslenska liðsins í hálfleiknum var hörmulegur og markvarslan eftir því — engin. Strákarnir þurftu því heldur betur að girða sig í brók fyrir síðari hálfleikinn. Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu. Strákarnir jafna og Björgvin ver. Þegar það kom síðan að því að ná frumkvæðinu fór allt í baklás. Skytturnar okkur voru ragar og allan neista vantaði í leik liðsins. Þeir voru einnig hættir að finna Róbert á línunni. Norðmenn gengu á lagið og náðu fjögurra marka forskoti, 21-25. Þá var Guðmundi landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur íslenska liðsins í molum á báðum endum vallarins. Strákarnir tóku smá kipp í kjölfarið og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Þá fór allt aftur í sama farið og Norðmenn náðu þriggja marka forskoti sem þeir héldu ansi lengi. Í hvert skipti sem íslenska liðið fékk tækifæri til þess að minnka muninn voru þeir sjálfum sér verstir með klaufaskap og lélegum skotum. Munurinn þrjú mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir tóku þá aftur rispu og jöfnuðu leikinn, 30-30, þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispennandi lokakafli fram undan. Róbert kom okkur loksins yfir, 31-30, og þá tóku Norðmenn leikhlé. Vörn íslenska liðsins loksins farin að virka almennilega. Strákarnir fengu tvö færi til þess að komast tveimur mörkum yfir. Norðmenn þökkuðu pent fyrir og jöfnuðu. Vignir kemur Íslandi yfir, 33-32, þegar rúm hálf mínúta var eftir og Björgvin varði í kjölfarið. Talandi um að stíga upp á réttum tíma. Róbert skoraði á lokasekúndunni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland gat ekkert fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Þessir strákar eru ótrúlegir. Ævintýrið heldur áfram. Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira
Eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar tíu mínútur lifðu leiks risu strákarnir okkar upp frá dauðum og unnu ótrúlegan tveggja marka sigur, 34-32, á Noregi í Vrsac. Guðmundur byrjaði með sama mannskap í sókninni og gegn Króatíu en Ingimundur var kominn í vörnina í stað Vignis sem lék vel gegn Króatíu. Línuspilið hjá íslenska liðinu gekk ekki nógu vel gegn Króatíu en það var heldur betur í lagi í gær. Aron og Arnór voru duglegir að finna Róbert sem annað hvort skoraði eða fiskaði víti. Hrikalega sterkur og hann fær því að halda skegginu en Róbert ætlaði að raka sig ef hann myndi ekki skora í leiknum. Hjá Noregi fékk Erlend Mamelund að leika lausum hala en hann skoraði 7 af fyrstu 11 mörkum Norðmanna og klúðraði ekki skoti. Óttuðust margir að ný Kjetil Strand-uppákoma væru í aðsigi en sá skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006. Þá tók Robert Hedin, þjálfari Noregs, þá stórundarlegu ákvörðun að kippa Mamelund af velli og kæla hann niður. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum en Norðmenn gengu til búningsherbergja með tveggja marka forskot, 18-20. Varnarleikur íslenska liðsins í hálfleiknum var hörmulegur og markvarslan eftir því — engin. Strákarnir þurftu því heldur betur að girða sig í brók fyrir síðari hálfleikinn. Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu. Strákarnir jafna og Björgvin ver. Þegar það kom síðan að því að ná frumkvæðinu fór allt í baklás. Skytturnar okkur voru ragar og allan neista vantaði í leik liðsins. Þeir voru einnig hættir að finna Róbert á línunni. Norðmenn gengu á lagið og náðu fjögurra marka forskoti, 21-25. Þá var Guðmundi landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur íslenska liðsins í molum á báðum endum vallarins. Strákarnir tóku smá kipp í kjölfarið og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Þá fór allt aftur í sama farið og Norðmenn náðu þriggja marka forskoti sem þeir héldu ansi lengi. Í hvert skipti sem íslenska liðið fékk tækifæri til þess að minnka muninn voru þeir sjálfum sér verstir með klaufaskap og lélegum skotum. Munurinn þrjú mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir tóku þá aftur rispu og jöfnuðu leikinn, 30-30, þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispennandi lokakafli fram undan. Róbert kom okkur loksins yfir, 31-30, og þá tóku Norðmenn leikhlé. Vörn íslenska liðsins loksins farin að virka almennilega. Strákarnir fengu tvö færi til þess að komast tveimur mörkum yfir. Norðmenn þökkuðu pent fyrir og jöfnuðu. Vignir kemur Íslandi yfir, 33-32, þegar rúm hálf mínúta var eftir og Björgvin varði í kjölfarið. Talandi um að stíga upp á réttum tíma. Róbert skoraði á lokasekúndunni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland gat ekkert fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Þessir strákar eru ótrúlegir. Ævintýrið heldur áfram.
Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira