Engin efnisleg rök fyrir afturköllun 27. janúar 2012 06:00 Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari sátu fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. fréttablaðið/gva Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira