Engin efnisleg rök fyrir afturköllun 27. janúar 2012 06:00 Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari sátu fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. fréttablaðið/gva Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira