Freyja braut kosningalög í dag - segir þau ganga á mannréttindi sín 30. júní 2012 19:28 Freyja Haraldsdóttir. Freyja Haraldsdóttir kaus í dag og naut liðsinnis eigin aðstoðarmanns, en slíkt gengur gegn kosningalögum. Í yfirlýsingu sem Freyja sendi frá sér í dag segir hún að lögin gangi þvert á nokkrar greinar stjórnarskráarinnar. Þannig geti hún ekki orðið við því ákvæði kosningalaganna sem hún segir að brjóti á mannréttindum sínum. Hægt er að lesa yfirlýsinguna hér fyrir neðan: Klukkan 13:30 í dag mætti ég á kjörstað til að greiða atkvæði mitt til forsetakosninga í fylgd fjölmiðla. Samkvæmt 5. gr. stjórnarskráar íslenska lýðveldisins skal forseti kosinn beinni leynilegri kosningu. Samkvæmt 63. grein kosningalaga er kveðið á um að ef kjósandi skýrir kjörstjóra frá því að hann sé ekki fær um að ,,árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi, enda er hann bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli." Þar sem þetta ákvæði kosningalaga gengur gegn 5. gr. stjórnarskráarinnar auk greina nr. 65, sem kveður á um að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til þjóðfélagsstöðu, og 71. greinar, þar sem segir að allir skulu njóta friðhelgis einkalífs, sá ég mér ekki fært að verða við því ákvæði kosningalaga sem brýtur mín mannréttindi. Er ég tók við kjörseðli mínum eftir að hafa framvísað skilríki var mér boðin aðstoð frá kjörstjórn við að fylla út kjörseðilinn. Ég afþakkaði aðstoðina þar sem ég var með mína eigin aðstoðarkonu. Mér var þá tjáð af formanni kjörstjórnar að mér væri ekki heimilt, samkvæmt 63. grein kosningalaga, að hafa mína aðstoð með mér inn í kjörklefann. Ég tjáði þá kjörstjórn að ég væri meðvituð um það en teldi það ganga gegn rétti mínum til einkalífs, leynilegra kosninga og þess að standa jöfn ófötluðu fólki fyrir lögum. Formaður sagðist ekki hafa heimild til þess að víkja frá kosningalögum samt sem áður. Ég bað hann þá segja hreint út þá tvo valkosti sem ég hafði, þ.e. annars vegar að þiggja aðstoð frá kjörstjórn og gera þannig kosninguna óleynilega og ganga á minn rétt til einkalífs og hins vegar að víkja af kjörstað án þess að kjósa. Formaður kjörstjórnar sá sér ekki fært að gera það. Hann gaf því aðstoðarkonu minni sitt umboð til að aðstoða mig, í vottaðri viðurvist sinni, án þess að hann sæi þó mitt atkvæði. Nafn og kennitala aðstoðarkonu minnar var svo skráð niður í kjölfarið. Þessi leið er farin í Danmörku en Danir fullgildu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2009. Í 29. grein Samningsins er kveðið á um að ,,aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðum sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þ.m.t. rétt og tækifæri til þess að kjósa og vera kosnir, meðal annars með því: [...] iii. að fatlaðir geti látið vilja sinn óþvingað í ljós sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk fatlaðra, að þeir njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði, [...]" Ísland hefur undirritað Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þýðir það að landið má ekki gera neitt sem gengur gegn honum. Þessi samningur hefur jafnframt fengið lagalega stöðu í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 53/1992 en þar segir í 1. gr. að tryggja skuli fötluðu fólki ,,jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Við framkvæmd laga þessara skal tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá skulu stjórnvöld tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðs fólks." Veruleikinn er sá að í dag var mér gefin kostur á að greiða atkvæði mitt leynilega með eigin aðstoðarkonu. Veruleikinn er jafnframt sá að mikið af fötluðu fólki þurfti frá að hverfa eða kaus með aðstoð kjörstjórnar gegn vilja sínum. Ekki veit ég hvers vegna gefið var eftir og ákveðið að fylgja mannréttindaákvæðum í stað kosningalögum í minni kjörstjórn en ekki öðrum. Ég velti því fyrir mér hvort ákvörðunin hafi verið háð því að með mér í för voru fjölmiðlar. Ég velti því fyrir mér hvort ákvörðunin hafi verið háð því að ég er búin að koma fram í fjölmiðlum ítrekað síðustu daga og lýsa skoðunum mínum á þessu máli. Ég velti fyrir mér hvort ákvörðunin hafi verið háð þeirri einföldu staðreynd að virða mannréttindi. Eitt er víst að það telst ekki eðlilegt og sjálfsagt að virða mannréttindi alls fatlaðs fólks í íslensku samfélagi árið 2012 – ekki einu sinni þegar kemur að þeim borgaralegu réttindum að geta tekið þátt í lýðræðislegum kosningum og nýta rétt sinn með þeim hætti sem hver og einn kýs. Sá ráðherra ríkisstjórnar sem ber ábyrgð á mannréttindamálum fannst það í lagi að gefa eftirfarandi skilaboð: ,,æ, úbbs, sorrý, ég gleymdi að laga þetta, stend mig betur næst" eins og um væri að ræða eitthvað smámál sem hefði enga þýðingu. Eins og það væri í lagi að biðja fatlaða borgara þessa lands afsökunar á að hafa vanrækt mikilvægar skyldur sínar gagnvart þeim en í sömu andrá segjast ekkert ætla að gera í því fyrr en seinna. Martin Luther King jr. heitinn orðaði svona vinnubrögð afar vel er hann sagði ,,A right delayed, is a right denied." Á meðan því er seinkað að tryggja réttindi er þeim hafnað. Í dag hefði ég getað setið heima. Í dag hefði ég getað farið á kjörstað og fengið aðstoð frá kjörstjórn gegn vilja mínum. Ég kaus að gera það ekki. Ég kaus að sýna öðru fötluðu fólki þá virðingu að taka ekki þátt í að láta þagga niður í okkur. Ég kaus að sýna lýðræðinu þá virðingu að reyna að nýta kosningarétt minn. Ég kaus að sýna sjálfri mér þá virðingu að mæta á kjörstað og krefjast mannréttinda minna, því þegar allt kemur til alls er það mitt verk. Hingað til hefur engin komið með þau færandi hendi. Hvorki til mín né annarra sem búa við gegndarlaus mannréttindabrot. Þó ég hafi kosið er þetta er sorgardagur í mínum huga fyrir meinta lýðræðisríkið Ísland. Þrátt fyrir áratuga baráttu fatlaðs fólks á Íslandi fyrir mannréttindum, m.a. því að kjósa leynilega með eigin aðstoð, hefur ekki verið á okkur hlustað. Þrátt fyrir undirritun Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks virðast fáir sjá neina ástæðu til fylgja því eftir sem þar er kveðið á um. Undirritunin er því að mestu upp á punt. Þrátt fyrir stöðugar yfirlýsingar um að við séum best í heimi er traðkað á lýðræði hluta þjóðarinnar á skítugum skónum. Háttvirtur forseti vor sagði í grein sem birtist í morgunblaðinu í dag „Forsetakosningar eru í senn lýðræðishátíð og þakkargjörð til kynslóðanna sem færðu okkur sjálfstæði." Það væri líklega rétt ef ekki væri fyrir þá staðreynd að það er ekki öllum boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum. Ég vona að sem flest fatlað fólk, sem þarf aðstoð við að kjósa og vill hafa sitt eigið aðstoðarfólk til þess, hafi mætt óboðið og fylgt eigin vilja og sannfæringu. Freyja Haraldsdóttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir kaus í dag og naut liðsinnis eigin aðstoðarmanns, en slíkt gengur gegn kosningalögum. Í yfirlýsingu sem Freyja sendi frá sér í dag segir hún að lögin gangi þvert á nokkrar greinar stjórnarskráarinnar. Þannig geti hún ekki orðið við því ákvæði kosningalaganna sem hún segir að brjóti á mannréttindum sínum. Hægt er að lesa yfirlýsinguna hér fyrir neðan: Klukkan 13:30 í dag mætti ég á kjörstað til að greiða atkvæði mitt til forsetakosninga í fylgd fjölmiðla. Samkvæmt 5. gr. stjórnarskráar íslenska lýðveldisins skal forseti kosinn beinni leynilegri kosningu. Samkvæmt 63. grein kosningalaga er kveðið á um að ef kjósandi skýrir kjörstjóra frá því að hann sé ekki fær um að ,,árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi, enda er hann bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli." Þar sem þetta ákvæði kosningalaga gengur gegn 5. gr. stjórnarskráarinnar auk greina nr. 65, sem kveður á um að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til þjóðfélagsstöðu, og 71. greinar, þar sem segir að allir skulu njóta friðhelgis einkalífs, sá ég mér ekki fært að verða við því ákvæði kosningalaga sem brýtur mín mannréttindi. Er ég tók við kjörseðli mínum eftir að hafa framvísað skilríki var mér boðin aðstoð frá kjörstjórn við að fylla út kjörseðilinn. Ég afþakkaði aðstoðina þar sem ég var með mína eigin aðstoðarkonu. Mér var þá tjáð af formanni kjörstjórnar að mér væri ekki heimilt, samkvæmt 63. grein kosningalaga, að hafa mína aðstoð með mér inn í kjörklefann. Ég tjáði þá kjörstjórn að ég væri meðvituð um það en teldi það ganga gegn rétti mínum til einkalífs, leynilegra kosninga og þess að standa jöfn ófötluðu fólki fyrir lögum. Formaður sagðist ekki hafa heimild til þess að víkja frá kosningalögum samt sem áður. Ég bað hann þá segja hreint út þá tvo valkosti sem ég hafði, þ.e. annars vegar að þiggja aðstoð frá kjörstjórn og gera þannig kosninguna óleynilega og ganga á minn rétt til einkalífs og hins vegar að víkja af kjörstað án þess að kjósa. Formaður kjörstjórnar sá sér ekki fært að gera það. Hann gaf því aðstoðarkonu minni sitt umboð til að aðstoða mig, í vottaðri viðurvist sinni, án þess að hann sæi þó mitt atkvæði. Nafn og kennitala aðstoðarkonu minnar var svo skráð niður í kjölfarið. Þessi leið er farin í Danmörku en Danir fullgildu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2009. Í 29. grein Samningsins er kveðið á um að ,,aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðum sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þ.m.t. rétt og tækifæri til þess að kjósa og vera kosnir, meðal annars með því: [...] iii. að fatlaðir geti látið vilja sinn óþvingað í ljós sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk fatlaðra, að þeir njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði, [...]" Ísland hefur undirritað Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þýðir það að landið má ekki gera neitt sem gengur gegn honum. Þessi samningur hefur jafnframt fengið lagalega stöðu í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 53/1992 en þar segir í 1. gr. að tryggja skuli fötluðu fólki ,,jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Við framkvæmd laga þessara skal tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá skulu stjórnvöld tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðs fólks." Veruleikinn er sá að í dag var mér gefin kostur á að greiða atkvæði mitt leynilega með eigin aðstoðarkonu. Veruleikinn er jafnframt sá að mikið af fötluðu fólki þurfti frá að hverfa eða kaus með aðstoð kjörstjórnar gegn vilja sínum. Ekki veit ég hvers vegna gefið var eftir og ákveðið að fylgja mannréttindaákvæðum í stað kosningalögum í minni kjörstjórn en ekki öðrum. Ég velti því fyrir mér hvort ákvörðunin hafi verið háð því að með mér í för voru fjölmiðlar. Ég velti því fyrir mér hvort ákvörðunin hafi verið háð því að ég er búin að koma fram í fjölmiðlum ítrekað síðustu daga og lýsa skoðunum mínum á þessu máli. Ég velti fyrir mér hvort ákvörðunin hafi verið háð þeirri einföldu staðreynd að virða mannréttindi. Eitt er víst að það telst ekki eðlilegt og sjálfsagt að virða mannréttindi alls fatlaðs fólks í íslensku samfélagi árið 2012 – ekki einu sinni þegar kemur að þeim borgaralegu réttindum að geta tekið þátt í lýðræðislegum kosningum og nýta rétt sinn með þeim hætti sem hver og einn kýs. Sá ráðherra ríkisstjórnar sem ber ábyrgð á mannréttindamálum fannst það í lagi að gefa eftirfarandi skilaboð: ,,æ, úbbs, sorrý, ég gleymdi að laga þetta, stend mig betur næst" eins og um væri að ræða eitthvað smámál sem hefði enga þýðingu. Eins og það væri í lagi að biðja fatlaða borgara þessa lands afsökunar á að hafa vanrækt mikilvægar skyldur sínar gagnvart þeim en í sömu andrá segjast ekkert ætla að gera í því fyrr en seinna. Martin Luther King jr. heitinn orðaði svona vinnubrögð afar vel er hann sagði ,,A right delayed, is a right denied." Á meðan því er seinkað að tryggja réttindi er þeim hafnað. Í dag hefði ég getað setið heima. Í dag hefði ég getað farið á kjörstað og fengið aðstoð frá kjörstjórn gegn vilja mínum. Ég kaus að gera það ekki. Ég kaus að sýna öðru fötluðu fólki þá virðingu að taka ekki þátt í að láta þagga niður í okkur. Ég kaus að sýna lýðræðinu þá virðingu að reyna að nýta kosningarétt minn. Ég kaus að sýna sjálfri mér þá virðingu að mæta á kjörstað og krefjast mannréttinda minna, því þegar allt kemur til alls er það mitt verk. Hingað til hefur engin komið með þau færandi hendi. Hvorki til mín né annarra sem búa við gegndarlaus mannréttindabrot. Þó ég hafi kosið er þetta er sorgardagur í mínum huga fyrir meinta lýðræðisríkið Ísland. Þrátt fyrir áratuga baráttu fatlaðs fólks á Íslandi fyrir mannréttindum, m.a. því að kjósa leynilega með eigin aðstoð, hefur ekki verið á okkur hlustað. Þrátt fyrir undirritun Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks virðast fáir sjá neina ástæðu til fylgja því eftir sem þar er kveðið á um. Undirritunin er því að mestu upp á punt. Þrátt fyrir stöðugar yfirlýsingar um að við séum best í heimi er traðkað á lýðræði hluta þjóðarinnar á skítugum skónum. Háttvirtur forseti vor sagði í grein sem birtist í morgunblaðinu í dag „Forsetakosningar eru í senn lýðræðishátíð og þakkargjörð til kynslóðanna sem færðu okkur sjálfstæði." Það væri líklega rétt ef ekki væri fyrir þá staðreynd að það er ekki öllum boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum. Ég vona að sem flest fatlað fólk, sem þarf aðstoð við að kjósa og vill hafa sitt eigið aðstoðarfólk til þess, hafi mætt óboðið og fylgt eigin vilja og sannfæringu. Freyja Haraldsdóttir
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira