Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik 14. desember 2012 00:01 Ákærður Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, sem var stærsti eigandi Glitnis við fall bankans, er sá eini hinna ákærðu í málinu sem starfaði ekki hjá Glitni. fréttablaðið/hörður Sérstakur saksóknari gaf á miðvikudag út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni í svokölluðu Aurum Holding-máli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúast ákærurnar um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Réttarstöðu Pálma Haraldssonar hefur verið breytt í réttarstöðu vitnis. Hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Við þeim brotum sem ákært er fyrir getur legið allt að sex ára fangelsisdómur. Þetta er í annað sinn sem Lárus Welding er ákærður fyrir meint umboðssvik. Í byrjun þessarar viku lauk málarekstri í hinu svokallaða Vafningsmáli þar sem farið er fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum vegna umboðssvika. Niðurstöðu í því máli er að vænta 28. desember næstkomandi.Tveir milljarðar til Pálma og Jóns Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Þann 16. nóvember 2010 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara húsleitir á fjölmörgum stöðum, handtók menn og boðaði aðra til yfirheyrslu vegna fimm sundurgreindra mála sem tengjast Glitni sem það var með til rannsóknar. Á meðal þeirra mála var sex milljarða króna lánveiting Glitnis til FS38 ehf., félags í eigu Pálma Haraldssonar, í júlí 2008. Lánið var notað til að kaupa eignarhlut Fons, sem var einnig í eigu Pálma, í Aurum Holding, sem á bresku verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Eftir að lánið var greitt út notaði FS38 fjóra milljarða króna af því til að gera upp vanskil Pálma Haraldssonar en tveir milljarðar króna voru færðir inn á hlaupareikning Fons. Þaðan var einn milljarður króna færður inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Samkvæmt tölvupósti sem Pálmi sendi starfsmönnum Glitnis við undirbúning lánveitingarinnar átti afgangur hennar að vera frír „til ráðstöfunar fyrir Fons“. Það var um einn milljarður króna. Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni og þjónustaði meðal annars félög í eigu Jóns Ásgeirs, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis og sat í áhættunefnd hans, komu báðir að veitingu lánsins til FS38. Selt aftur til Glitnis fyrir krónu Samhliða lánasamningnum gerðu Glitnir og Fons með sér samning um sölurétt Fons á FS38 til Glitnis á eina krónu. Þann 30. desember 2008 tilkynnti Fons um að félagið hygðist nýta sér þennan sölurétt. Þannig komst FS38 í eigu Glitnis sem sat uppi með sex milljarða króna lánið og hlutabréfin í Aurum sem keypt höfðu verið. Þegar lánið var á gjalddaga í júlí 2009 var ekki hægt að greiða það. Slitastjórn Glitnis hefur metið virði Aurum-bréfanna á þeim tíma sem ekkert. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þeirra milljarða sem greiddir voru til Pálma hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í mars 2011 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara umfangsmikla húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, og lagði meðal annars hald á gögn sem tengdust þeirri millifærslu. Tæpt ár tók að fá þau gögn afhent frá lúxemborgskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptu þessi gögn miklu máli fyrir rannsókn Aurum-málsins. Rannsóknarfasa málsins lauk fyrir þó nokkru síðan en dregist hefur að taka ákvörðun um hvort ákæra ætti og hverja. Aurum Holding málið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sérstakur saksóknari gaf á miðvikudag út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni í svokölluðu Aurum Holding-máli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúast ákærurnar um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Réttarstöðu Pálma Haraldssonar hefur verið breytt í réttarstöðu vitnis. Hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Við þeim brotum sem ákært er fyrir getur legið allt að sex ára fangelsisdómur. Þetta er í annað sinn sem Lárus Welding er ákærður fyrir meint umboðssvik. Í byrjun þessarar viku lauk málarekstri í hinu svokallaða Vafningsmáli þar sem farið er fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum vegna umboðssvika. Niðurstöðu í því máli er að vænta 28. desember næstkomandi.Tveir milljarðar til Pálma og Jóns Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Þann 16. nóvember 2010 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara húsleitir á fjölmörgum stöðum, handtók menn og boðaði aðra til yfirheyrslu vegna fimm sundurgreindra mála sem tengjast Glitni sem það var með til rannsóknar. Á meðal þeirra mála var sex milljarða króna lánveiting Glitnis til FS38 ehf., félags í eigu Pálma Haraldssonar, í júlí 2008. Lánið var notað til að kaupa eignarhlut Fons, sem var einnig í eigu Pálma, í Aurum Holding, sem á bresku verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Eftir að lánið var greitt út notaði FS38 fjóra milljarða króna af því til að gera upp vanskil Pálma Haraldssonar en tveir milljarðar króna voru færðir inn á hlaupareikning Fons. Þaðan var einn milljarður króna færður inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Samkvæmt tölvupósti sem Pálmi sendi starfsmönnum Glitnis við undirbúning lánveitingarinnar átti afgangur hennar að vera frír „til ráðstöfunar fyrir Fons“. Það var um einn milljarður króna. Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni og þjónustaði meðal annars félög í eigu Jóns Ásgeirs, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis og sat í áhættunefnd hans, komu báðir að veitingu lánsins til FS38. Selt aftur til Glitnis fyrir krónu Samhliða lánasamningnum gerðu Glitnir og Fons með sér samning um sölurétt Fons á FS38 til Glitnis á eina krónu. Þann 30. desember 2008 tilkynnti Fons um að félagið hygðist nýta sér þennan sölurétt. Þannig komst FS38 í eigu Glitnis sem sat uppi með sex milljarða króna lánið og hlutabréfin í Aurum sem keypt höfðu verið. Þegar lánið var á gjalddaga í júlí 2009 var ekki hægt að greiða það. Slitastjórn Glitnis hefur metið virði Aurum-bréfanna á þeim tíma sem ekkert. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þeirra milljarða sem greiddir voru til Pálma hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í mars 2011 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara umfangsmikla húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, og lagði meðal annars hald á gögn sem tengdust þeirri millifærslu. Tæpt ár tók að fá þau gögn afhent frá lúxemborgskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptu þessi gögn miklu máli fyrir rannsókn Aurum-málsins. Rannsóknarfasa málsins lauk fyrir þó nokkru síðan en dregist hefur að taka ákvörðun um hvort ákæra ætti og hverja.
Aurum Holding málið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira