Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik 14. desember 2012 00:01 Ákærður Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, sem var stærsti eigandi Glitnis við fall bankans, er sá eini hinna ákærðu í málinu sem starfaði ekki hjá Glitni. fréttablaðið/hörður Sérstakur saksóknari gaf á miðvikudag út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni í svokölluðu Aurum Holding-máli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúast ákærurnar um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Réttarstöðu Pálma Haraldssonar hefur verið breytt í réttarstöðu vitnis. Hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Við þeim brotum sem ákært er fyrir getur legið allt að sex ára fangelsisdómur. Þetta er í annað sinn sem Lárus Welding er ákærður fyrir meint umboðssvik. Í byrjun þessarar viku lauk málarekstri í hinu svokallaða Vafningsmáli þar sem farið er fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum vegna umboðssvika. Niðurstöðu í því máli er að vænta 28. desember næstkomandi.Tveir milljarðar til Pálma og Jóns Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Þann 16. nóvember 2010 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara húsleitir á fjölmörgum stöðum, handtók menn og boðaði aðra til yfirheyrslu vegna fimm sundurgreindra mála sem tengjast Glitni sem það var með til rannsóknar. Á meðal þeirra mála var sex milljarða króna lánveiting Glitnis til FS38 ehf., félags í eigu Pálma Haraldssonar, í júlí 2008. Lánið var notað til að kaupa eignarhlut Fons, sem var einnig í eigu Pálma, í Aurum Holding, sem á bresku verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Eftir að lánið var greitt út notaði FS38 fjóra milljarða króna af því til að gera upp vanskil Pálma Haraldssonar en tveir milljarðar króna voru færðir inn á hlaupareikning Fons. Þaðan var einn milljarður króna færður inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Samkvæmt tölvupósti sem Pálmi sendi starfsmönnum Glitnis við undirbúning lánveitingarinnar átti afgangur hennar að vera frír „til ráðstöfunar fyrir Fons“. Það var um einn milljarður króna. Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni og þjónustaði meðal annars félög í eigu Jóns Ásgeirs, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis og sat í áhættunefnd hans, komu báðir að veitingu lánsins til FS38. Selt aftur til Glitnis fyrir krónu Samhliða lánasamningnum gerðu Glitnir og Fons með sér samning um sölurétt Fons á FS38 til Glitnis á eina krónu. Þann 30. desember 2008 tilkynnti Fons um að félagið hygðist nýta sér þennan sölurétt. Þannig komst FS38 í eigu Glitnis sem sat uppi með sex milljarða króna lánið og hlutabréfin í Aurum sem keypt höfðu verið. Þegar lánið var á gjalddaga í júlí 2009 var ekki hægt að greiða það. Slitastjórn Glitnis hefur metið virði Aurum-bréfanna á þeim tíma sem ekkert. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þeirra milljarða sem greiddir voru til Pálma hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í mars 2011 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara umfangsmikla húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, og lagði meðal annars hald á gögn sem tengdust þeirri millifærslu. Tæpt ár tók að fá þau gögn afhent frá lúxemborgskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptu þessi gögn miklu máli fyrir rannsókn Aurum-málsins. Rannsóknarfasa málsins lauk fyrir þó nokkru síðan en dregist hefur að taka ákvörðun um hvort ákæra ætti og hverja. Aurum Holding málið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Sérstakur saksóknari gaf á miðvikudag út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni í svokölluðu Aurum Holding-máli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúast ákærurnar um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Réttarstöðu Pálma Haraldssonar hefur verið breytt í réttarstöðu vitnis. Hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Við þeim brotum sem ákært er fyrir getur legið allt að sex ára fangelsisdómur. Þetta er í annað sinn sem Lárus Welding er ákærður fyrir meint umboðssvik. Í byrjun þessarar viku lauk málarekstri í hinu svokallaða Vafningsmáli þar sem farið er fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum vegna umboðssvika. Niðurstöðu í því máli er að vænta 28. desember næstkomandi.Tveir milljarðar til Pálma og Jóns Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Þann 16. nóvember 2010 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara húsleitir á fjölmörgum stöðum, handtók menn og boðaði aðra til yfirheyrslu vegna fimm sundurgreindra mála sem tengjast Glitni sem það var með til rannsóknar. Á meðal þeirra mála var sex milljarða króna lánveiting Glitnis til FS38 ehf., félags í eigu Pálma Haraldssonar, í júlí 2008. Lánið var notað til að kaupa eignarhlut Fons, sem var einnig í eigu Pálma, í Aurum Holding, sem á bresku verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Eftir að lánið var greitt út notaði FS38 fjóra milljarða króna af því til að gera upp vanskil Pálma Haraldssonar en tveir milljarðar króna voru færðir inn á hlaupareikning Fons. Þaðan var einn milljarður króna færður inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Samkvæmt tölvupósti sem Pálmi sendi starfsmönnum Glitnis við undirbúning lánveitingarinnar átti afgangur hennar að vera frír „til ráðstöfunar fyrir Fons“. Það var um einn milljarður króna. Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni og þjónustaði meðal annars félög í eigu Jóns Ásgeirs, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis og sat í áhættunefnd hans, komu báðir að veitingu lánsins til FS38. Selt aftur til Glitnis fyrir krónu Samhliða lánasamningnum gerðu Glitnir og Fons með sér samning um sölurétt Fons á FS38 til Glitnis á eina krónu. Þann 30. desember 2008 tilkynnti Fons um að félagið hygðist nýta sér þennan sölurétt. Þannig komst FS38 í eigu Glitnis sem sat uppi með sex milljarða króna lánið og hlutabréfin í Aurum sem keypt höfðu verið. Þegar lánið var á gjalddaga í júlí 2009 var ekki hægt að greiða það. Slitastjórn Glitnis hefur metið virði Aurum-bréfanna á þeim tíma sem ekkert. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þeirra milljarða sem greiddir voru til Pálma hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í mars 2011 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara umfangsmikla húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, og lagði meðal annars hald á gögn sem tengdust þeirri millifærslu. Tæpt ár tók að fá þau gögn afhent frá lúxemborgskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptu þessi gögn miklu máli fyrir rannsókn Aurum-málsins. Rannsóknarfasa málsins lauk fyrir þó nokkru síðan en dregist hefur að taka ákvörðun um hvort ákæra ætti og hverja.
Aurum Holding málið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira