Handbolti

Ólafur Stefánsson: Svalasti náunginn á Ólympíuleikunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Joe Posnanski skellti sér á dögunum á leik Íslands og Breta á Ólympíuleikunum í London. Hann varð ekki svikinn enda er hann viss um að hann hafi hitt svalasta keppandann á leikunum, Ólaf Stefánsson.

Posnanski lýsir handboltaíþróttinni með ágætum þar sem hann segir hana sækja ýmislegt í körfubolta, fótbolta, hokkí, skotbolta og amerískan fótbolta. Þá lýsir hann upplifun sinni af viðureign Breta og Íslendinga þar sem hann lýkir frammistöðu íslenska liðsins við sýningar körfuknattleiksliðsins Harlem Globetrotters.

Þvínæst beinir hann sjónum sínum að landsliðsfyrirliðanum Ólafi Stefánssyni sem Bretarnir tóku úr umferð stóran hluta leiksins. Eftir viðtal sem hann tók við Ólaf segist Posnanski eiga í erfiðleikum með að átta sig á honum.

„Fyrir fimm mínútum var hann að kasta litlum bolta í netið. Nú hljómaði hann eins og gæi sem var að æfa Nóbelsverðlaunaræðuna sína," segir Posnanski.

Svo segist hann tíu mínútum síðar hafa áttað sig á því að hann hefði hitt svalasta íþróttamann leikanna. Handboltamann frá Íslandi.



Alla grein Posnanski má sjá hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×