Hrafnhildur úr landi eftir frumsýningu á mynd Ragnhildar Steinunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. ágúst 2012 13:44 Hrafnhildur er pínu kvíðin fyrir myndinni. Heimildarmyndin „Hrafnhildur" verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndina og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. „Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar," segir hún. Hún segist samt ekki vera hrædd við móttökurnar. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið er ég ánægð með móttökurnar," segir hún. „Í öðrum löndum hefði þetta verið dauðadómur. Þannig að það er rosalega mikill munur á íslensku samfélagi og útlensku hvað þetta varðar," segir hún. Hennar nánasta fólk hafi líka tekið þessu mjög vel. Breytingaferlið hjá Hrafnhildi hefur tekið nokkur ár, en erfitt er að fastsetja hvenær það hófst. „Það er enginn fastur tímapunktur sem er skráð hvenær eitthvað ákveðið ferli hefst," segir hún. Ferlið hefur strembið en líka skemmtilegt. Hrafnhildur segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á áhyggjur annarra af sér og efa og kvíða, en einnig hafi verið strembið að horfa upp á líkamlegar breytingar. Hún segir að nándin hafi líka verið strembin enda er samfélagið sem við búum í lítið.Hrafnhildur hét Halldór fyrir kynleiðréttinguna.Skemmtilegast þykir henni hins vegar að sjá að fólk, sem er henni nátengt, hefur séð að hún kemur heil út úr þessu ferli. „Ég hef komið út heil hinu megin," segir hún. Hún segist líka hafa orðið vör við það að þetta ferli geti orðið öðrum hvatnig í baráttu gegn mótlæti, af hvaða tagi sem er. Hrafnhildur fer fögrum orðum um Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hafði veg og vanda að gerð myndarinnar. „Hún er algjör snillingur," segir Hrafnhildur og bætir því við að með gerð myndarinnar hafi hún verið að sanna sig sem samfélagsrýnir. Það sé ekki lítið verk að gera mynd eins og þessa. Loks segist Hrafnhildur vera þakklát fyrir þau viðbrögð sem hún hafi fengið á meðan á ferlinu stóð. „Það er alveg himinn og haf að vera pínulítið öðruvísi í þessu samfélagi miðað við hvað það var," segir hún. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Heimildarmyndin „Hrafnhildur" verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndina og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. „Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar," segir hún. Hún segist samt ekki vera hrædd við móttökurnar. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið er ég ánægð með móttökurnar," segir hún. „Í öðrum löndum hefði þetta verið dauðadómur. Þannig að það er rosalega mikill munur á íslensku samfélagi og útlensku hvað þetta varðar," segir hún. Hennar nánasta fólk hafi líka tekið þessu mjög vel. Breytingaferlið hjá Hrafnhildi hefur tekið nokkur ár, en erfitt er að fastsetja hvenær það hófst. „Það er enginn fastur tímapunktur sem er skráð hvenær eitthvað ákveðið ferli hefst," segir hún. Ferlið hefur strembið en líka skemmtilegt. Hrafnhildur segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á áhyggjur annarra af sér og efa og kvíða, en einnig hafi verið strembið að horfa upp á líkamlegar breytingar. Hún segir að nándin hafi líka verið strembin enda er samfélagið sem við búum í lítið.Hrafnhildur hét Halldór fyrir kynleiðréttinguna.Skemmtilegast þykir henni hins vegar að sjá að fólk, sem er henni nátengt, hefur séð að hún kemur heil út úr þessu ferli. „Ég hef komið út heil hinu megin," segir hún. Hún segist líka hafa orðið vör við það að þetta ferli geti orðið öðrum hvatnig í baráttu gegn mótlæti, af hvaða tagi sem er. Hrafnhildur fer fögrum orðum um Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hafði veg og vanda að gerð myndarinnar. „Hún er algjör snillingur," segir Hrafnhildur og bætir því við að með gerð myndarinnar hafi hún verið að sanna sig sem samfélagsrýnir. Það sé ekki lítið verk að gera mynd eins og þessa. Loks segist Hrafnhildur vera þakklát fyrir þau viðbrögð sem hún hafi fengið á meðan á ferlinu stóð. „Það er alveg himinn og haf að vera pínulítið öðruvísi í þessu samfélagi miðað við hvað það var," segir hún.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira