Hrafnhildur úr landi eftir frumsýningu á mynd Ragnhildar Steinunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. ágúst 2012 13:44 Hrafnhildur er pínu kvíðin fyrir myndinni. Heimildarmyndin „Hrafnhildur" verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndina og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. „Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar," segir hún. Hún segist samt ekki vera hrædd við móttökurnar. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið er ég ánægð með móttökurnar," segir hún. „Í öðrum löndum hefði þetta verið dauðadómur. Þannig að það er rosalega mikill munur á íslensku samfélagi og útlensku hvað þetta varðar," segir hún. Hennar nánasta fólk hafi líka tekið þessu mjög vel. Breytingaferlið hjá Hrafnhildi hefur tekið nokkur ár, en erfitt er að fastsetja hvenær það hófst. „Það er enginn fastur tímapunktur sem er skráð hvenær eitthvað ákveðið ferli hefst," segir hún. Ferlið hefur strembið en líka skemmtilegt. Hrafnhildur segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á áhyggjur annarra af sér og efa og kvíða, en einnig hafi verið strembið að horfa upp á líkamlegar breytingar. Hún segir að nándin hafi líka verið strembin enda er samfélagið sem við búum í lítið.Hrafnhildur hét Halldór fyrir kynleiðréttinguna.Skemmtilegast þykir henni hins vegar að sjá að fólk, sem er henni nátengt, hefur séð að hún kemur heil út úr þessu ferli. „Ég hef komið út heil hinu megin," segir hún. Hún segist líka hafa orðið vör við það að þetta ferli geti orðið öðrum hvatnig í baráttu gegn mótlæti, af hvaða tagi sem er. Hrafnhildur fer fögrum orðum um Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hafði veg og vanda að gerð myndarinnar. „Hún er algjör snillingur," segir Hrafnhildur og bætir því við að með gerð myndarinnar hafi hún verið að sanna sig sem samfélagsrýnir. Það sé ekki lítið verk að gera mynd eins og þessa. Loks segist Hrafnhildur vera þakklát fyrir þau viðbrögð sem hún hafi fengið á meðan á ferlinu stóð. „Það er alveg himinn og haf að vera pínulítið öðruvísi í þessu samfélagi miðað við hvað það var," segir hún. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Heimildarmyndin „Hrafnhildur" verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndina og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. „Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar," segir hún. Hún segist samt ekki vera hrædd við móttökurnar. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið er ég ánægð með móttökurnar," segir hún. „Í öðrum löndum hefði þetta verið dauðadómur. Þannig að það er rosalega mikill munur á íslensku samfélagi og útlensku hvað þetta varðar," segir hún. Hennar nánasta fólk hafi líka tekið þessu mjög vel. Breytingaferlið hjá Hrafnhildi hefur tekið nokkur ár, en erfitt er að fastsetja hvenær það hófst. „Það er enginn fastur tímapunktur sem er skráð hvenær eitthvað ákveðið ferli hefst," segir hún. Ferlið hefur strembið en líka skemmtilegt. Hrafnhildur segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á áhyggjur annarra af sér og efa og kvíða, en einnig hafi verið strembið að horfa upp á líkamlegar breytingar. Hún segir að nándin hafi líka verið strembin enda er samfélagið sem við búum í lítið.Hrafnhildur hét Halldór fyrir kynleiðréttinguna.Skemmtilegast þykir henni hins vegar að sjá að fólk, sem er henni nátengt, hefur séð að hún kemur heil út úr þessu ferli. „Ég hef komið út heil hinu megin," segir hún. Hún segist líka hafa orðið vör við það að þetta ferli geti orðið öðrum hvatnig í baráttu gegn mótlæti, af hvaða tagi sem er. Hrafnhildur fer fögrum orðum um Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hafði veg og vanda að gerð myndarinnar. „Hún er algjör snillingur," segir Hrafnhildur og bætir því við að með gerð myndarinnar hafi hún verið að sanna sig sem samfélagsrýnir. Það sé ekki lítið verk að gera mynd eins og þessa. Loks segist Hrafnhildur vera þakklát fyrir þau viðbrögð sem hún hafi fengið á meðan á ferlinu stóð. „Það er alveg himinn og haf að vera pínulítið öðruvísi í þessu samfélagi miðað við hvað það var," segir hún.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira