„Menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt“ 19. september 2012 04:00 Ljóst er að hundruð ef ekki þúsundir fjár hafa drepist á Norðurlandi eftir fárviðrið og segja bændur illmögulegt að koma hræjunum til byggða til förgunar. mynd/Egill Aðalsteinsson Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfisstofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar. Bændur á Norðausturlandi hafa urðað hundruð dauðra kinda og lamba í giljum og hólum á fjöllum eftir fárviðrið fyrr í mánuðinum. Slíkt er óheimilt, en Matvælastofnun hefur að sögn bónda gefið munnlegt leyfi fyrir slíkri förgun. Samkvæmt lögum á að fara með dýrahræ á viðurkennda urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar til förgunar. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Sumt er bara enn í sköflunum,“ segir hann. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt. Við erum búnir að fá munnlegt leyfi fyrir því frá Matvælastofnun, því það er ekki fræðilegur möguleiki að komast með féð burt. Við megum bara grafa þetta þar sem það er.“ Tveir löggiltir urðunarstaðir eru á svæðinu; Sorpbrennslustöð Suður-Þingeyinga á Húsavík og Urðunarstöðin á Kópaskeri. Hvorugur staðurinn hafði tekið á móti hræjum til urðunar í gær. Magnús Stefánsson, hjá Sorpbrennslustöðinni á Húsavík, segir allt hafa verið frágengið í marga daga til að taka á móti hræjunum til brennslu. „Við erum reyndar orðnir vanir því að undanþágur séu veittar fyrir urðun á dauðu fé í sveitum, svo þetta er ekkert nýtt. En þegar við óskum eftir svörum bendir Umhverfisstofnun á Matvælastofnun, sem bendir á dýralækni sem bendir svo á Umhverfisstofnun. Við fáum engin svör.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir stofnunina ekki líta svo á að um sé að ræða hættulegan úrgang. „Menn hafa í sjálfu sér engin tök á því að fjarlægja féð, en það þarf þó að koma því undan varginum,“ segir hann. „Matvælastofnun lítur svo á að þetta sé ekki hættulegur eða sóttmengaður úrgangur. Það er málefni Umhverfisstofnunar hvernig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heimild. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðausturlandi, segir einnig að málið sé á hendi Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Menn hafi safnað saman dauðu fé í sveitunum en hann hafi ekki frekari upplýsingar um stöðu mála. Kalt sé í veðri, og allur gangur á því hvað menn geri við hræin. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun átti að fara með öll hræin sem fundust í brennsluna á Húsavík. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri Hollustuverndar, segir engar undanþágur hafa verið veittar er varða urðun á hræjum, enda engar beiðnir um slíkt borist.„Það á að fara með þetta allt á viðurkennda móttökustöð,“ segir hún. Spurð hvort eftirmál verði ef fólk urði hræin á víðavangi, svarar Sigríður: „Það er hægt að kæra til lögreglu ef menn brjóta lögin.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfisstofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar. Bændur á Norðausturlandi hafa urðað hundruð dauðra kinda og lamba í giljum og hólum á fjöllum eftir fárviðrið fyrr í mánuðinum. Slíkt er óheimilt, en Matvælastofnun hefur að sögn bónda gefið munnlegt leyfi fyrir slíkri förgun. Samkvæmt lögum á að fara með dýrahræ á viðurkennda urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar til förgunar. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Sumt er bara enn í sköflunum,“ segir hann. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt. Við erum búnir að fá munnlegt leyfi fyrir því frá Matvælastofnun, því það er ekki fræðilegur möguleiki að komast með féð burt. Við megum bara grafa þetta þar sem það er.“ Tveir löggiltir urðunarstaðir eru á svæðinu; Sorpbrennslustöð Suður-Þingeyinga á Húsavík og Urðunarstöðin á Kópaskeri. Hvorugur staðurinn hafði tekið á móti hræjum til urðunar í gær. Magnús Stefánsson, hjá Sorpbrennslustöðinni á Húsavík, segir allt hafa verið frágengið í marga daga til að taka á móti hræjunum til brennslu. „Við erum reyndar orðnir vanir því að undanþágur séu veittar fyrir urðun á dauðu fé í sveitum, svo þetta er ekkert nýtt. En þegar við óskum eftir svörum bendir Umhverfisstofnun á Matvælastofnun, sem bendir á dýralækni sem bendir svo á Umhverfisstofnun. Við fáum engin svör.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir stofnunina ekki líta svo á að um sé að ræða hættulegan úrgang. „Menn hafa í sjálfu sér engin tök á því að fjarlægja féð, en það þarf þó að koma því undan varginum,“ segir hann. „Matvælastofnun lítur svo á að þetta sé ekki hættulegur eða sóttmengaður úrgangur. Það er málefni Umhverfisstofnunar hvernig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heimild. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðausturlandi, segir einnig að málið sé á hendi Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Menn hafi safnað saman dauðu fé í sveitunum en hann hafi ekki frekari upplýsingar um stöðu mála. Kalt sé í veðri, og allur gangur á því hvað menn geri við hræin. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun átti að fara með öll hræin sem fundust í brennsluna á Húsavík. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri Hollustuverndar, segir engar undanþágur hafa verið veittar er varða urðun á hræjum, enda engar beiðnir um slíkt borist.„Það á að fara með þetta allt á viðurkennda móttökustöð,“ segir hún. Spurð hvort eftirmál verði ef fólk urði hræin á víðavangi, svarar Sigríður: „Það er hægt að kæra til lögreglu ef menn brjóta lögin.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira