Sigurður Ingi: Málið strandar á Stefáni Eiríkssyni BBI skrifar 17. október 2012 11:55 Frá mótmælunum við þinghúsið. Mynd/Valli Lögreglustjóri hefur hafnað beiðni forseta Alþingis um aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður allra leiða leitað til að skýrslan verði gerð ríkinu opinber. Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir áhuga á því að sjá umrædda skýrslu en málið strandar á Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, „sem vill meina að skýrslan sé innanhússskýrsla fyrir sig, unnin úr gagnagrunni lögreglunnar og komi ekki öðrum við," segir Sigurður. Upphaflega var það Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks, sem bað upplýsingaþjónustu þingsins um skýrsluna en fékk ekki aðgang hjá lögreglu. Þá tók Sigurður Ingi málið upp í forsætisnefnd og fór fram á að forseti þingsins leitaði eftir aðgangi að skýrslunni, enda varðaði hún öryggismál þingsins. Því var einnig hafnað. Nú síðast fór Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram á aðgang að skýrslunni og lýsti mikilvægi þess að þingmenn kæmust í innihald hennar í ræðustól á Alþingi í gær. „Við munum leita allra leiða til að þessi skýrsla verði gerð ríkinu opinber," segir Sigurður en veit sem stendur ekki hvernig það verður gert.Skýrslan Í skýrslunni er fjallað um mótmælin eftir hrunið 2008 og árásir á Alþingishúsið. Sigurður telur að þar komi fram upplýsingar um öryggismál þingsins sem nauðsynlegt er að komast yfir í því skyni að bæta öryggismál Alþingis eftir föngum.Bloggarinn Bloggarinn Eva Hauksdóttir fór fyrir sína parta einnig fram á að fá afrit af skýrslunni. Hún fékk sömuleiðis synjun hjá lögreglustjóra en brást við með því að kæra hann til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunarinnar. Frá þessu er greint á DV.is en ekki hefur fengist niðurstaða í kæruna.Fundargerðin Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, skrifaði umrædda skýrslu. Hann hélt því fram á fundi í Valhöll í gær að skýrslan væri byggð á upplýsingum frá alþingismönnum sjálfum og því lægju allar upplýsingar fyrir í fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar 2009. Því væri í raun óþarft að veita alþingismönnum sérstakan aðgang að skýrslunni. Sigurður getur ekki upplýst um hvað nákvæmlega er í fundargerðinni sem Geir vísar til. „Fundargerðir forsætisnefndar eru ekki opinberar," segir hann. „Þar er samt fyrst og fremst verið að fjalla um hlut alþingismanna í mótmælunum eftir hrun en í skýrslunni teljum við að komi betur fram hvað þarf að bæta í öryggismálum þingsins og hvernig staðan er. Og það er þetta sem við erum að leita eftir," segir hann og telur því mikilvægt að þingmenn fái aðgang að skýrslunni. Tengdar fréttir Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10. október 2012 13:35 Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. 16. október 2012 13:37 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Lögreglustjóri hefur hafnað beiðni forseta Alþingis um aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður allra leiða leitað til að skýrslan verði gerð ríkinu opinber. Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir áhuga á því að sjá umrædda skýrslu en málið strandar á Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, „sem vill meina að skýrslan sé innanhússskýrsla fyrir sig, unnin úr gagnagrunni lögreglunnar og komi ekki öðrum við," segir Sigurður. Upphaflega var það Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks, sem bað upplýsingaþjónustu þingsins um skýrsluna en fékk ekki aðgang hjá lögreglu. Þá tók Sigurður Ingi málið upp í forsætisnefnd og fór fram á að forseti þingsins leitaði eftir aðgangi að skýrslunni, enda varðaði hún öryggismál þingsins. Því var einnig hafnað. Nú síðast fór Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram á aðgang að skýrslunni og lýsti mikilvægi þess að þingmenn kæmust í innihald hennar í ræðustól á Alþingi í gær. „Við munum leita allra leiða til að þessi skýrsla verði gerð ríkinu opinber," segir Sigurður en veit sem stendur ekki hvernig það verður gert.Skýrslan Í skýrslunni er fjallað um mótmælin eftir hrunið 2008 og árásir á Alþingishúsið. Sigurður telur að þar komi fram upplýsingar um öryggismál þingsins sem nauðsynlegt er að komast yfir í því skyni að bæta öryggismál Alþingis eftir föngum.Bloggarinn Bloggarinn Eva Hauksdóttir fór fyrir sína parta einnig fram á að fá afrit af skýrslunni. Hún fékk sömuleiðis synjun hjá lögreglustjóra en brást við með því að kæra hann til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunarinnar. Frá þessu er greint á DV.is en ekki hefur fengist niðurstaða í kæruna.Fundargerðin Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, skrifaði umrædda skýrslu. Hann hélt því fram á fundi í Valhöll í gær að skýrslan væri byggð á upplýsingum frá alþingismönnum sjálfum og því lægju allar upplýsingar fyrir í fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar 2009. Því væri í raun óþarft að veita alþingismönnum sérstakan aðgang að skýrslunni. Sigurður getur ekki upplýst um hvað nákvæmlega er í fundargerðinni sem Geir vísar til. „Fundargerðir forsætisnefndar eru ekki opinberar," segir hann. „Þar er samt fyrst og fremst verið að fjalla um hlut alþingismanna í mótmælunum eftir hrun en í skýrslunni teljum við að komi betur fram hvað þarf að bæta í öryggismálum þingsins og hvernig staðan er. Og það er þetta sem við erum að leita eftir," segir hann og telur því mikilvægt að þingmenn fái aðgang að skýrslunni.
Tengdar fréttir Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10. október 2012 13:35 Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. 16. október 2012 13:37 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Vill að þingmenn fái aðgang að skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Þingmenn ættu að fá aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við Vísi. Hann bar málið upp í forsætisnefnd Alþingis á síðasta fundi nefndarinnar. Geir Jón sagði í fjölmiðlum fyrr á árinu, þegar hann ræddi skýrsluna, að búsáhaldarbyltingunni hafi verið stýrt af sitjandi þingmönnum. 10. október 2012 13:35
Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. 16. október 2012 13:37