Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. apríl 2012 19:30 Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur. Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur.
Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira