Kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs 21. mars 2012 06:00 Frá fundi stjórnlagaráðs í fyrra Stjórnlagaráð samþykkti frumvarp til stjórnskipunarlaga einróma. Frumvarpið var afhent Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, 29. júlí 2011.fréttablaðið/gva Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira