Gögn frá Langjökli sýna upphaf ísaldar 1. febrúar 2012 05:00 Rannsóknarmenn bora í Hvítárvatn í Langjökli. Mynd/Áslaug Geirdóttir Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum. Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug. Eldgosin þeyttu upp miklu magni af brennisteinsögnum sem komu í veg fyrir að sólargeislar næðu til yfirborðs jarðar. Það eitt og sér dugir venjulega ekki til, segir Áslaug. Þó veður hafi kólnað í kjölfar eldgosa hafi kólnunin ekki varað lengur en í tvö til þrjú ár. Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“ Rannsókn á setlögum á botni Hvítárvatns við Langjökul sýndi að á tímabilinu 1275 til 1300, og aftur um árið 1450, voru setlögin óvenju þykk. Það sýnir að Langjökull var óvenju stór á þessum árum. Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar. Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð. brjann@frettabladid.is Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum. Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug. Eldgosin þeyttu upp miklu magni af brennisteinsögnum sem komu í veg fyrir að sólargeislar næðu til yfirborðs jarðar. Það eitt og sér dugir venjulega ekki til, segir Áslaug. Þó veður hafi kólnað í kjölfar eldgosa hafi kólnunin ekki varað lengur en í tvö til þrjú ár. Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“ Rannsókn á setlögum á botni Hvítárvatns við Langjökul sýndi að á tímabilinu 1275 til 1300, og aftur um árið 1450, voru setlögin óvenju þykk. Það sýnir að Langjökull var óvenju stór á þessum árum. Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar. Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira