Fótbolti

Alfreð Finnbogason skoraði tvö í tapleik Heerenveen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Nordic Photos
Fjórum leikjum er nýlokið í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Alfreð Finnbogason gerði tvö mörk fyrir Heerenveen í tapleik gegn Heracles Almelo en leiknum lauk með 6-3 sigri Heracles Almelo.

Alfreð hefur verið magnaður fyrir Heerenveen á tímabilinu og skorað hvert markið á fætur öðru. Feyenoord og Ajax gerðu 2-2 jafntefli á Stadion Feijenoord vellinum í Feyenoord.

Christian Eriksen og Siem De Jong gerðu mörk Ajax en Jean-Paul Boëtius og Graziano Pellè gerði mörk Feyenoord. Heerenveen er í 11. sæti deildarinnar með 10 stig en Twente er í efsta sæti deildarinnar með 25 stig.

Ajax og Feyenoord eru í 4. og 5. Sæti deildarinnar með 18 stig bæði.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins:

Feyenoord Rotterdam - Ajax Amsterdam - 2 - 2 FC Zwolle - PSV Eindhoven - 1 - 2 Heracles Almelo - SC Heerenveen - 6 - 3 RKC Waalwijk - FC Twente Enschede - 0 - 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×