Gat enga mótspyrnu veitt við ofsafenginni morðárás Stígur Helgason skrifar 9. maí 2013 07:00 Lögregla strengdi á þriðjudag dúk fyrir svalirnar þar sem maðurinn fannst látinn. Ekki er talinn leika nokkur vafi á því að ungi maðurinn sem er í haldi sé banamaðurinn. Austurfrétt/Gunnar Ungur maður sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Egilsstöðum er talinn hafa notað stóran eldhúshníf til að bana tæplega sextugum nágranna sínum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hnífurinn fannst á vettvangi, í íbúð hins látna í fjölbýlishúsinu að Blómvangi 2. Það var annar nágranni sem gerði lögreglu viðvart á þriðjudagsmorgun þegar hann sá manninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galtastöðum fremri á Héraði, liggja í blóði sínu á svölum íbúðarinnar. Hann hafði þá verið látinn frá því einhvern tíma fyrri hluta nætur. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu síðar í íbúð sinni í húsinu, þar sem hann var ásamt 22 ára barnsmóður sinni og átta mánaða gamalli dóttur þeirra. Maðurinn var yfirheyrður um kvöldið en játaði ekki sök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregla hins vegar ekki í nokkrum vafa um sekt hans og telur atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir. Heima hjá manninum fundust föt sem hann er talinn hafa klæðst við verknaðinn og á þeim blóð sem talið er vera úr Karli. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið til vandræða í húsinu, gengið ölvaður íbúð úr íbúð og heimtað tóbak og áfengi, svo að lögregla þurfti að endingu að hafa afskipti af honum. Svo virðist hins vegar sem hann hafi eftir það bankað upp á hjá Karli, sem hafi hleypt honum inn. Þar hafi maðurinn gripið stóran hníf úr eldhúsinu og lagt til Karls. Aðkoman að íbúðinni um morguninn var ljót. Blóð var um allt, bæði inni og á svölunum, og augljóst að árásin hafði verið ofsafengin. Hinn látni var með marga og mikla áverka og ekkert bendir til þess að hann hafi náð að koma vörnum við eða veita mótspyrnu af neinu tagi enda engin merki um átök inni í íbúðinni. Bráðabirgðakrufningu á líkinu er lokið en endanlegt banamein hafði þó ekki verið staðfest í gær. Ungi maðurinn var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Austurlands á þriðjudagskvöld, þar sem lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari úrskurðaði manninn í tveggja vikna varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og í gærmorgun var hann fluttur suður til Reykjavíkur þar sem engir gæsluvarðhaldsklefar voru lausir fyrir austan. Samkvæmt heimildum blaðsins eru barnsmóðir hans og dóttir komin til ættingja sinna á Suðurlandi. Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ungur maður sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Egilsstöðum er talinn hafa notað stóran eldhúshníf til að bana tæplega sextugum nágranna sínum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hnífurinn fannst á vettvangi, í íbúð hins látna í fjölbýlishúsinu að Blómvangi 2. Það var annar nágranni sem gerði lögreglu viðvart á þriðjudagsmorgun þegar hann sá manninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galtastöðum fremri á Héraði, liggja í blóði sínu á svölum íbúðarinnar. Hann hafði þá verið látinn frá því einhvern tíma fyrri hluta nætur. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu síðar í íbúð sinni í húsinu, þar sem hann var ásamt 22 ára barnsmóður sinni og átta mánaða gamalli dóttur þeirra. Maðurinn var yfirheyrður um kvöldið en játaði ekki sök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregla hins vegar ekki í nokkrum vafa um sekt hans og telur atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir. Heima hjá manninum fundust föt sem hann er talinn hafa klæðst við verknaðinn og á þeim blóð sem talið er vera úr Karli. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið til vandræða í húsinu, gengið ölvaður íbúð úr íbúð og heimtað tóbak og áfengi, svo að lögregla þurfti að endingu að hafa afskipti af honum. Svo virðist hins vegar sem hann hafi eftir það bankað upp á hjá Karli, sem hafi hleypt honum inn. Þar hafi maðurinn gripið stóran hníf úr eldhúsinu og lagt til Karls. Aðkoman að íbúðinni um morguninn var ljót. Blóð var um allt, bæði inni og á svölunum, og augljóst að árásin hafði verið ofsafengin. Hinn látni var með marga og mikla áverka og ekkert bendir til þess að hann hafi náð að koma vörnum við eða veita mótspyrnu af neinu tagi enda engin merki um átök inni í íbúðinni. Bráðabirgðakrufningu á líkinu er lokið en endanlegt banamein hafði þó ekki verið staðfest í gær. Ungi maðurinn var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Austurlands á þriðjudagskvöld, þar sem lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari úrskurðaði manninn í tveggja vikna varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og í gærmorgun var hann fluttur suður til Reykjavíkur þar sem engir gæsluvarðhaldsklefar voru lausir fyrir austan. Samkvæmt heimildum blaðsins eru barnsmóðir hans og dóttir komin til ættingja sinna á Suðurlandi.
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira