Árni Johnsen um Gísla Martein: "Einhver alvitlausasti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur" Boði Logason skrifar 21. mars 2013 22:06 Árni Johnsen og Gísli Marteinn. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30). Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30).
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira