Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2024 14:32 Svo virðist sem ferðalangarnir hafi ætlað að selja kannabis og kókaín á Ísafirði. Vísir/Einar Síðdegis á miðvikudaginn handtók lögreglan á Vestfjörðum tvo ferðalanga sem voru á leið frá höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Við leit í bílnum fundust vandlega falin fíkniefni í nokkru magni. Í tilkynningu Lögreglunnar á Ísafirði á Facebook segir að ferðalangarnir hafi verið fluttir á lögreglustöðina á Ísafirði og leit framkvæmd í bifreið þeirra og á þeim sjálfum. Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Krummi, hafi aðstoðað við leitina. Kannabisefni og kókaín í nokkru magni hafi fundist í bílnum þrátt fyrir að hafa verið vandlega falin. Magnið bendir til þess að efnin hafi verið ætluð til sölu Mönnunum hafi verið sleppt að yfirheyrslum loknum. Ekki liggi fyrir játning um að efnin hafi verið ætluð til dreifingar en efnismagnið bendi til þess gagnstæða. „Lögreglan á Vestfjörðum vill nota tækifærið og hvetja alla sem búa yfir upplýsingum eða hafa grun um fíkniefnameðhöndlun að koma ábendingum um það til lögreglunnar. Það er hægt að gera með því að hringja í 112 og biðja um lögregluna á Vestfjörðum, eða með því að hringja í 4440400. Þá er hægt að hringja í upplýsingasíma lögreglunnar, nafnlaust, sem er 800 5005 eða leggja inn skilaboð, sjá hlekkinn hér að neðan.“ Tilkynningarinnar beðið síðan á miðvikudag Málið hefur ratað í fjölmiðla áður en þá í tengslum við nokkuð skondinn misskilning. Mbl.is greindi frá fjölmennri lögregluaðgerð við Stjórnsýsluhús Ísafjarðar á miðvikudag en húsið hýsir hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki. Mbl.is hafði eftir Helga Jenssyni, lögreglustjóranum á Vestfjörðum, að hann gæti ekki tjáð sig um málið og von væri á tilkynningu vegna þess. Í ljós kom að um æfingu var að ræða og Helgi hélt að blaðamaður Mbl.is væri að tala um fíkniefnamálið. Ísafjarðarbær Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Í tilkynningu Lögreglunnar á Ísafirði á Facebook segir að ferðalangarnir hafi verið fluttir á lögreglustöðina á Ísafirði og leit framkvæmd í bifreið þeirra og á þeim sjálfum. Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Krummi, hafi aðstoðað við leitina. Kannabisefni og kókaín í nokkru magni hafi fundist í bílnum þrátt fyrir að hafa verið vandlega falin. Magnið bendir til þess að efnin hafi verið ætluð til sölu Mönnunum hafi verið sleppt að yfirheyrslum loknum. Ekki liggi fyrir játning um að efnin hafi verið ætluð til dreifingar en efnismagnið bendi til þess gagnstæða. „Lögreglan á Vestfjörðum vill nota tækifærið og hvetja alla sem búa yfir upplýsingum eða hafa grun um fíkniefnameðhöndlun að koma ábendingum um það til lögreglunnar. Það er hægt að gera með því að hringja í 112 og biðja um lögregluna á Vestfjörðum, eða með því að hringja í 4440400. Þá er hægt að hringja í upplýsingasíma lögreglunnar, nafnlaust, sem er 800 5005 eða leggja inn skilaboð, sjá hlekkinn hér að neðan.“ Tilkynningarinnar beðið síðan á miðvikudag Málið hefur ratað í fjölmiðla áður en þá í tengslum við nokkuð skondinn misskilning. Mbl.is greindi frá fjölmennri lögregluaðgerð við Stjórnsýsluhús Ísafjarðar á miðvikudag en húsið hýsir hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki. Mbl.is hafði eftir Helga Jenssyni, lögreglustjóranum á Vestfjörðum, að hann gæti ekki tjáð sig um málið og von væri á tilkynningu vegna þess. Í ljós kom að um æfingu var að ræða og Helgi hélt að blaðamaður Mbl.is væri að tala um fíkniefnamálið.
Ísafjarðarbær Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira