Viðskipti innlent

Árni Stefánsson ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar

Árni Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar og tekur við af Sigurði Arnari Sigurðssyni sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins í þrjú ár.

Í tilkynningu segir að Árni sé fyrrverandi framkvæmdastjóri vöru- og rekstrarsviðs N1 og Bílanausts. Hann verður fertugur í júlí og er búsettur í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. Fram kemur að Árni hefur lokið MBA námi í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur mikla reynslu í sölu- og markaðsmálum.

Í tilkynningunni er Sigurði Arnari þökkuð velunnin störf og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×