Ömurlegur ósiður sem þarf að útrýma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. janúar 2013 15:29 Jón hvetur borgarbúa til að leggja löglega. Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, vandar þeim ekki kveðjurnar sem leggja ökutækjum sínum uppi á gangstéttum borgarinnar. "Þetta er alveg yfirgengilegt og myndi ekki líðast í nokkurri borg," segir borgarstjórinn, en á mánudag greindi Vísir frá strembinni gönguferð mæðgna í Reykjavík. Í göngunni þurfti móðirin í fjórgang að fara með hjólastóla dætra sinna út á akbrautir vegna bifreiða sem lagt var uppi á gangstéttum. „Ef þú myndir leggja bílnum þínum uppi á gangstétt í Kaupmannahöfn og skilja hann eftir, væri búið að draga hann í burtu tíu mínútum seinna." Jón segir borgaryfirvöld hafa óskað eftir því við innanríkisráðuneytið að Bílastæðasjóður fái heimild til að láta fjarlægja ökutæki sem lagt er ólöglega, og sérstaklega þeim ökutækjum sem lagt er uppi á gangstéttum. „Það þarf ekki lögreglumann til að vega og meta það hvort bíl sem er ólöglega lagt uppi á gangstétt sé ólöglega lagt uppi á gangstétt," segir Jón, en hann hefur undanfarið gengið með spjöld í vasanum sem hann hikar ekki við að láta undir rúðuþurrkur stöðubrotafólks. „Við létum útbúa spjöld í samstarfi við Blindrafélagið, Öryrkjabandalagið og Félag eldri borgara, sem hægt er að fá hjá borginni og setja undir rúðuþurrkur bíla. Á þeim stendur: „Þú hefur lagt bílnum þínum þannig að hann hindrar aðgengi blindra, fatlaðra og annarra gangandi vegfarenda. Sýndu tillitsemi - legðu löglega," og ég hef séð þetta bera árangur." Jón segir borgaryfirvöld þó óska eftir skilvirkari leið við að fá ökutæki fjarlægð, og enn hafa bílastæðaverðir borgarinnar enga heimild til þess að láta draga bifreiðar á brott. Hann biðlar því til ökumanna að láta af þessari hegðun. „Ég vil bara hvetja alla þá sem leggja ólöglega til þess að íhuga hvað það hefur leiðinlegar, og jafnvel skaðlegar afleiðingar fyrir aðra í för með sér. Þetta er ömurlegur ósiður sem þarf að útrýma hér." Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, vandar þeim ekki kveðjurnar sem leggja ökutækjum sínum uppi á gangstéttum borgarinnar. "Þetta er alveg yfirgengilegt og myndi ekki líðast í nokkurri borg," segir borgarstjórinn, en á mánudag greindi Vísir frá strembinni gönguferð mæðgna í Reykjavík. Í göngunni þurfti móðirin í fjórgang að fara með hjólastóla dætra sinna út á akbrautir vegna bifreiða sem lagt var uppi á gangstéttum. „Ef þú myndir leggja bílnum þínum uppi á gangstétt í Kaupmannahöfn og skilja hann eftir, væri búið að draga hann í burtu tíu mínútum seinna." Jón segir borgaryfirvöld hafa óskað eftir því við innanríkisráðuneytið að Bílastæðasjóður fái heimild til að láta fjarlægja ökutæki sem lagt er ólöglega, og sérstaklega þeim ökutækjum sem lagt er uppi á gangstéttum. „Það þarf ekki lögreglumann til að vega og meta það hvort bíl sem er ólöglega lagt uppi á gangstétt sé ólöglega lagt uppi á gangstétt," segir Jón, en hann hefur undanfarið gengið með spjöld í vasanum sem hann hikar ekki við að láta undir rúðuþurrkur stöðubrotafólks. „Við létum útbúa spjöld í samstarfi við Blindrafélagið, Öryrkjabandalagið og Félag eldri borgara, sem hægt er að fá hjá borginni og setja undir rúðuþurrkur bíla. Á þeim stendur: „Þú hefur lagt bílnum þínum þannig að hann hindrar aðgengi blindra, fatlaðra og annarra gangandi vegfarenda. Sýndu tillitsemi - legðu löglega," og ég hef séð þetta bera árangur." Jón segir borgaryfirvöld þó óska eftir skilvirkari leið við að fá ökutæki fjarlægð, og enn hafa bílastæðaverðir borgarinnar enga heimild til þess að láta draga bifreiðar á brott. Hann biðlar því til ökumanna að láta af þessari hegðun. „Ég vil bara hvetja alla þá sem leggja ólöglega til þess að íhuga hvað það hefur leiðinlegar, og jafnvel skaðlegar afleiðingar fyrir aðra í för með sér. Þetta er ömurlegur ósiður sem þarf að útrýma hér."
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira