"Auðvitað er okkur treystandi" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2013 11:50 Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar. Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar.
Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00