Falskar játningar algengari en áður var talið Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2013 14:42 Sævar Marínó Ciesielski var einn sakborninga í málinu. Hann er nú látinn. Mynd/ Bjarnleifur Bjarnleifsson. Falskar játningar eru mun algengari en lengi var talið, segir í skýrslu nefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Í skýrslunni segir jafnramt að síðastliðin 30 ár hafi margar rannsóknir farið fram á tengslum við falskar játningar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag komst nefndin að þeirri niðurstöðu að framburður sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi annað hvort verið beinlínis falskir eða óáreiðanlegir. Í skýrslunni segir að þegar DNA rannsóknir voru kynntar til sögunnar á níunda áratugnum hafi það orðið auðveldara að komast að sakleysi þeirra sem sögðust hafa gefið falska játningu. Þann 26. febrúar síðastliðinn hafi 302 dómar verið ógiltir vegna DNA prófa í Bandaríkjunum frá árinu 1989. Vísindagrunnurinn á bak við falskar játningar sé nú orðinn töluverður og hafi hann haft áhrif á dómaframkvæmd á alþjóðavísu. Með tilliti til þeirrar þekkingar sem nú liggi fyrir um óáreiðanlega framburði og falskar játningar og þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu sem nú liggi fyrir í skýrslu þessari um framburði dómfelldu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum telji starfshópurinn það koma til álita að lagt verði fram lagafrumvarp sem mælir fyrir um endurupptöku málanna. Fyrir slíkum ráðstöfunum, sem séu án nokkurrar hliðstæðu, séu bæði rök með og á móti. Hér kæmu til að mynda. til skoðunar sjónarmið um þrískiptingu ríkisvaldsins. Dómar á æðsta dómstigi séu endanlegir og samkvæmt gildandi lögum sé það einungis á valdsviði endurupptökunefndar að mæla fyrir um endurupptöku sakamála. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Falskar játningar eru mun algengari en lengi var talið, segir í skýrslu nefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Í skýrslunni segir jafnramt að síðastliðin 30 ár hafi margar rannsóknir farið fram á tengslum við falskar játningar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag komst nefndin að þeirri niðurstöðu að framburður sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi annað hvort verið beinlínis falskir eða óáreiðanlegir. Í skýrslunni segir að þegar DNA rannsóknir voru kynntar til sögunnar á níunda áratugnum hafi það orðið auðveldara að komast að sakleysi þeirra sem sögðust hafa gefið falska játningu. Þann 26. febrúar síðastliðinn hafi 302 dómar verið ógiltir vegna DNA prófa í Bandaríkjunum frá árinu 1989. Vísindagrunnurinn á bak við falskar játningar sé nú orðinn töluverður og hafi hann haft áhrif á dómaframkvæmd á alþjóðavísu. Með tilliti til þeirrar þekkingar sem nú liggi fyrir um óáreiðanlega framburði og falskar játningar og þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu sem nú liggi fyrir í skýrslu þessari um framburði dómfelldu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum telji starfshópurinn það koma til álita að lagt verði fram lagafrumvarp sem mælir fyrir um endurupptöku málanna. Fyrir slíkum ráðstöfunum, sem séu án nokkurrar hliðstæðu, séu bæði rök með og á móti. Hér kæmu til að mynda. til skoðunar sjónarmið um þrískiptingu ríkisvaldsins. Dómar á æðsta dómstigi séu endanlegir og samkvæmt gildandi lögum sé það einungis á valdsviði endurupptökunefndar að mæla fyrir um endurupptöku sakamála.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira