Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2013 19:30 Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur, eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, BAe 146, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. „Við höfum verið í viðræðum við flugvöllinn í Reykjavík og við höfum óskað eftir leyfi til að lenda í Reykjavík með Airbus A-319," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2. „Ég veit ekki hvort þeir séu búnir að taka ákvörðun. En ef við fáum ekki leyfi til að lenda A-319 í Reykjavík þá verðum við að flytja til Keflavíkur," segir Magni. Hann segir að þeir muni nota gömlu þoturnar eitthvað áfram en einnig þurfi Atlantic Airways að meta hvort framtíðin sé í Keflavík, vegna tengingar við Ameríkuflug Icelandair, sem gæti einnig auðveldað bandarískum ferðamönnum að heimsækja Færeyjar. Á hinn bóginn segir hann að Færeyingum sem eiga erindi til Reykjavíkur finnist virkilega þægilegt að lenda í miðborginni. Hjá Isavia, rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar, kannast menn ekki við að eiga í viðræðum við Færeyinga um þetta efni, þótt þetta hafi verið orðað í óformlegu spjalli í fyrrasumar, en afstaða verði tekin ef formlegt erindi berst. Forstjóri Atlantic Airways segist hins vegar vera að bíða eftir svari. „Við höfum ekki fengið ákveðið svar enn. Við óskum alla vega eftir að fá lenda Airbus A-319 í Reykjavík. Þá kveðju máttu bera heim til Íslands," segir Magni Arge. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur, eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, BAe 146, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. „Við höfum verið í viðræðum við flugvöllinn í Reykjavík og við höfum óskað eftir leyfi til að lenda í Reykjavík með Airbus A-319," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2. „Ég veit ekki hvort þeir séu búnir að taka ákvörðun. En ef við fáum ekki leyfi til að lenda A-319 í Reykjavík þá verðum við að flytja til Keflavíkur," segir Magni. Hann segir að þeir muni nota gömlu þoturnar eitthvað áfram en einnig þurfi Atlantic Airways að meta hvort framtíðin sé í Keflavík, vegna tengingar við Ameríkuflug Icelandair, sem gæti einnig auðveldað bandarískum ferðamönnum að heimsækja Færeyjar. Á hinn bóginn segir hann að Færeyingum sem eiga erindi til Reykjavíkur finnist virkilega þægilegt að lenda í miðborginni. Hjá Isavia, rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar, kannast menn ekki við að eiga í viðræðum við Færeyinga um þetta efni, þótt þetta hafi verið orðað í óformlegu spjalli í fyrrasumar, en afstaða verði tekin ef formlegt erindi berst. Forstjóri Atlantic Airways segist hins vegar vera að bíða eftir svari. „Við höfum ekki fengið ákveðið svar enn. Við óskum alla vega eftir að fá lenda Airbus A-319 í Reykjavík. Þá kveðju máttu bera heim til Íslands," segir Magni Arge.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira