Tólf þúsund eintök af framsóknarblaði í vitlaust kjördæmi VG skrifar 22. apríl 2013 19:50 Forsíða Dagur Austri sem meðal annar Ísfirðingar fengu inn um lúguna. „Ég er búinn að frétta af blaðinu á Ísafirði og á Hvammstanga,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, ritstjóri framsóknarblaðsins, Dagur Austri, sem kom út í dag og átti að dreifa í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins - Norðausturkjördæmi. Það vildi þó ekki betur til en að tólf þúsund eintök, af sextán þúsund, enduðu í næsta kjördæmi, það er að segja Norðvesturkjördæmi. „Þetta uppgötvaðist í morgun,“ útskýrir Stefán Bogi en það var Pósturinn sem átti að dreifa blaðinu. Þegar í ljós kom að það átti eftir að dreifa fjögur þúsund eintökum áttuðu menn sig á mistökunum. Blaðið, sem prýðir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á forsíðu undir fyrirsögninni „Þetta kjördæmi bjó mig til sem pólitíkus“ endaði meðal annars á Ísafirði og á Hvammstanga. „Það er verið að vinna í því að kalla þetta til baka,“ segir Stefán Bogi en ekki er búið að bera öll blöðin út í hús þó þau hafi verið send í vitlaust kjördæmi. Því er Stefán nokkuð bjartsýnn á endurheimtur, þó staðan skýrist ekki fyrr en í fyrramálið.Stefán Bogi Sveinsson tekur mistökunum af stóiskri ró.Stefán Bogi tekur mistökunum af stóískri ró. Spurður um áhrif þess að senda svo mörg eintök í vitlaust kjördæmi svarar hann: „Þetta er nú svona frekar óheppilegt stress á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Stefán Bogi kvíðir þó ekki að mistök póstsins eigi eftir að hafa mikil áhrif á baráttuna, enda Framsóknarflokkurinn alltaf verið mjög sterkur í Norðausturkjördæmi. „Annars er þetta fyrirmyndarblað og allir íbúar í Vestrinu ættu að hafa gaman af því að lesa það. Það er nú samt frekar hugsað fyrir íbúana í Norðausturkjördæmi,“ segir Stefán Bogi. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að fá blaðið inn um lúguna þá er hægt að nálgast það á vef Framsóknarflokksins. Kosningar 2013 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
„Ég er búinn að frétta af blaðinu á Ísafirði og á Hvammstanga,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, ritstjóri framsóknarblaðsins, Dagur Austri, sem kom út í dag og átti að dreifa í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins - Norðausturkjördæmi. Það vildi þó ekki betur til en að tólf þúsund eintök, af sextán þúsund, enduðu í næsta kjördæmi, það er að segja Norðvesturkjördæmi. „Þetta uppgötvaðist í morgun,“ útskýrir Stefán Bogi en það var Pósturinn sem átti að dreifa blaðinu. Þegar í ljós kom að það átti eftir að dreifa fjögur þúsund eintökum áttuðu menn sig á mistökunum. Blaðið, sem prýðir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á forsíðu undir fyrirsögninni „Þetta kjördæmi bjó mig til sem pólitíkus“ endaði meðal annars á Ísafirði og á Hvammstanga. „Það er verið að vinna í því að kalla þetta til baka,“ segir Stefán Bogi en ekki er búið að bera öll blöðin út í hús þó þau hafi verið send í vitlaust kjördæmi. Því er Stefán nokkuð bjartsýnn á endurheimtur, þó staðan skýrist ekki fyrr en í fyrramálið.Stefán Bogi Sveinsson tekur mistökunum af stóiskri ró.Stefán Bogi tekur mistökunum af stóískri ró. Spurður um áhrif þess að senda svo mörg eintök í vitlaust kjördæmi svarar hann: „Þetta er nú svona frekar óheppilegt stress á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Stefán Bogi kvíðir þó ekki að mistök póstsins eigi eftir að hafa mikil áhrif á baráttuna, enda Framsóknarflokkurinn alltaf verið mjög sterkur í Norðausturkjördæmi. „Annars er þetta fyrirmyndarblað og allir íbúar í Vestrinu ættu að hafa gaman af því að lesa það. Það er nú samt frekar hugsað fyrir íbúana í Norðausturkjördæmi,“ segir Stefán Bogi. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að fá blaðið inn um lúguna þá er hægt að nálgast það á vef Framsóknarflokksins.
Kosningar 2013 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira