Meintur banamaður neitar að tjá sig um sakarefnið Helga Arnardóttir skrifar 9. maí 2013 18:39 Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Mynd/ E. Ól. Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á Egilsstöðum í vikunni neitar að tjá sig um sakarefnið og verður því ekki yfirheyrður aftur fyrr en gagnaöflun og rannsókn lögreglu er lokið. Krufning hefur leitt í ljós að hinum látna blæddi út af völdum áverka sem hann hlaut. Lögreglurannsókn hefur staðið yfir allt frá því á þriðjudagsmorgun þegar tilkynnt var til lögreglu að karlmaður hefði fundist látinn á svölum íbúðar sinnar að Blómvangi á Egilsstöðum. Hinn látni var 59 ára og hét Karl Jónsson. 24 ára karlmaður og nágranni hins látna var handtekinn sama morgun grunaður um verknaðinn en hann var þá staddur í íbúð sinni í sama húsi ásamt 22 ára barnsmóður og átta mánaða gömlu barni. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins en rætt hefur verið við allflesta íbúa í húsinu þar sem verknaðurinn átti sér stað. Vettvangsrannsókn er lokið og er unnið að því að greina öll sönnunargögn. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur til Reykjavíkur þar sem hann dvelur á Litla hrauni. Hann hefur kosið að tjá sig ekki um sakarefnið en hefur hvorki játað né neitað sök. „Þegar við höfum greint þessi gögn, farið yfir alla hluti og sett þetta allt saman þá munum við ræða við hann. Ef hann sjálfur kýs að ræða við okkur fyrir þann tíma mun hann gera vart við sig," segir Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn. Hann hefur því ekki verið yfirheyrður formlega fyrir utan skýrslutöku lögreglu áður en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Krufningu hins látna er lokið og þykir ljóst að honum hafi blætt út vegna áverka sem hann hlaut. Fréttablaðið greinir frá því samkvæmt sínum heimildum að stór eldhúshnífur hafi fundist á morðvettvangi, hinn látni hafi verið með marga áverka, blóð hafi verið út um allt á vettvangi og ljóst hafi verið að árásin hafi verið ofsafengin en Jónas getur ekki staðfest þær fregnir. Hann segir að flest bendi til að hinn grunaði hafi orðið Karli Jónssyni að bana. Ekki sé ástæða til að ætla að annar hafi komið að málinu. Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á Egilsstöðum í vikunni neitar að tjá sig um sakarefnið og verður því ekki yfirheyrður aftur fyrr en gagnaöflun og rannsókn lögreglu er lokið. Krufning hefur leitt í ljós að hinum látna blæddi út af völdum áverka sem hann hlaut. Lögreglurannsókn hefur staðið yfir allt frá því á þriðjudagsmorgun þegar tilkynnt var til lögreglu að karlmaður hefði fundist látinn á svölum íbúðar sinnar að Blómvangi á Egilsstöðum. Hinn látni var 59 ára og hét Karl Jónsson. 24 ára karlmaður og nágranni hins látna var handtekinn sama morgun grunaður um verknaðinn en hann var þá staddur í íbúð sinni í sama húsi ásamt 22 ára barnsmóður og átta mánaða gömlu barni. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins en rætt hefur verið við allflesta íbúa í húsinu þar sem verknaðurinn átti sér stað. Vettvangsrannsókn er lokið og er unnið að því að greina öll sönnunargögn. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur til Reykjavíkur þar sem hann dvelur á Litla hrauni. Hann hefur kosið að tjá sig ekki um sakarefnið en hefur hvorki játað né neitað sök. „Þegar við höfum greint þessi gögn, farið yfir alla hluti og sett þetta allt saman þá munum við ræða við hann. Ef hann sjálfur kýs að ræða við okkur fyrir þann tíma mun hann gera vart við sig," segir Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn. Hann hefur því ekki verið yfirheyrður formlega fyrir utan skýrslutöku lögreglu áður en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Krufningu hins látna er lokið og þykir ljóst að honum hafi blætt út vegna áverka sem hann hlaut. Fréttablaðið greinir frá því samkvæmt sínum heimildum að stór eldhúshnífur hafi fundist á morðvettvangi, hinn látni hafi verið með marga áverka, blóð hafi verið út um allt á vettvangi og ljóst hafi verið að árásin hafi verið ofsafengin en Jónas getur ekki staðfest þær fregnir. Hann segir að flest bendi til að hinn grunaði hafi orðið Karli Jónssyni að bana. Ekki sé ástæða til að ætla að annar hafi komið að málinu.
Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira