Mengun við þolmörk á Grundartanga Helga Arnardóttir skrifar 8. maí 2013 22:55 Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira