Erlent

Ætlar að ganga með barn barns síns

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Staðgönguamman verðandi með dóttur sinni.
Staðgönguamman verðandi með dóttur sinni.
Það reyndist hinni bresku Söru Donaghey, sem er 27 ára gömul, gríðarlegt áfall þegar henni var tilkynnt eftir að hafa greinst með leghálskrabbamein, að eina leiðin til að komast fyrir meinið væri að hún gengist undir legnám. Þetta þýddi að hún gat ekki eignast börn sem hafði verið draumur hennar allt frá barnæsku.

Hins vegar var henni gefin von með að geta eignast barn því hægt er að bjarga eggjastokkum hennar og hún getur því framleitt egg sem má frjóvga. Hún fór því að leita leiða með staðgöngumæðrun ásamt kærasta sínum Stuart Simpson.

Þá bauðst móðir hennar, hin 49 ára gamla Linda Donaghey, til að ganga með barnið.Hún lítur svo á að barnapössunin hefjist bara fyrr en venja er til hjá ömmum.

Vegna þess að Simpson á barn frá fyrra sambandi mun ríkið þó ekki koma að kostnaði og nú er mikið kapphlaup í gangi, að safna 7000 pundum áður en Linda Donaghey, mamman, verður fimmtug en þá er orðið um seinan að hún gangi með barnið sökum aldurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×