Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 6. maí 2013 10:08 Torfi Geirmundsson. Væntanlega verður meira að gera á stofunni ef vampíruaðferðin virkar. „Það verður meira að gera hjá rakaranum þegar allir verða komnir með hár,“ segir Torfi Geirmundsson hárskeri á Hárhorninu við Hlemm.Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von um að nú sé komið fram óbrigðult ráð gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. Torfi segir skallavandamálið hafi fylgt mannkyni frá upphafi og ýmislegt hafi verið gert til að reyna að finna lausn á þessu. „Af þessu eru sagnir allt aftur til Kleópötru. Orðið skallavandamál kom fyrst fram í orðabók árið 90 eftir Krist, las ég einhvers staðar.“Ríkir hafa af þessum minni áhyggjurMenn hafa gert eitt og annað og margur ætlað sér að verða ríkur á þessu með því að finna upp allskyns elexíra sem eiga að lækna skalla: „En þetta hefur gefist misvel. Að meðaltali eru þetta 7 prósent þjóða sem eiga við þetta að stríða; drúgur fjöldi og þetta getur verið mikið tilfinningamál.“ Að sögn Torfa gefa rannsóknir það til kynna að þeir hinir ríku hafi minnstar áhyggjur af þessu enda þurfi þeir ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því að ganga í auguná hinu kyninu. „Það er helst millistéttin sem hefur af þessu áhyggjur. Þá hefur því lengi verið haldið fram að þetta sé ekki gott fyrir pólitíkusa því þetta komi niður á kjörþokka. Á miðöldum, þegar hárkollutískan kom fram, þá var það vegna þess að menn höfðu misst hárið í tengslum við það að hafa fengið sýfilis og vildu fela það.“Hefur trú á vampíruaðferðinniTorfi segist hafa nokkra trú á vampíruaðferðinni og rekur það í löngu og fræðilegu máli á hverju hann byggir þá skoðun sína. En, hann hefur helst áhyggjur af því að þessi aðferð skili líkamshári en ekki venjulegu hári. „Þetta er örugglega á byrjunarstigi. Árið 1997 héldu vísindamenn því fram að þetta lægi í ættum, og konur sem eru með þetta í sínu genamengi fái blöðrur á eggjastokka. Sama ráð á að gagnast við þessu hvorutveggja en þá sögðu menn að lausnar væri að vænta eftir sex ár en það bólar ekki á því enn.“ Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Það verður meira að gera hjá rakaranum þegar allir verða komnir með hár,“ segir Torfi Geirmundsson hárskeri á Hárhorninu við Hlemm.Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von um að nú sé komið fram óbrigðult ráð gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. Torfi segir skallavandamálið hafi fylgt mannkyni frá upphafi og ýmislegt hafi verið gert til að reyna að finna lausn á þessu. „Af þessu eru sagnir allt aftur til Kleópötru. Orðið skallavandamál kom fyrst fram í orðabók árið 90 eftir Krist, las ég einhvers staðar.“Ríkir hafa af þessum minni áhyggjurMenn hafa gert eitt og annað og margur ætlað sér að verða ríkur á þessu með því að finna upp allskyns elexíra sem eiga að lækna skalla: „En þetta hefur gefist misvel. Að meðaltali eru þetta 7 prósent þjóða sem eiga við þetta að stríða; drúgur fjöldi og þetta getur verið mikið tilfinningamál.“ Að sögn Torfa gefa rannsóknir það til kynna að þeir hinir ríku hafi minnstar áhyggjur af þessu enda þurfi þeir ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því að ganga í auguná hinu kyninu. „Það er helst millistéttin sem hefur af þessu áhyggjur. Þá hefur því lengi verið haldið fram að þetta sé ekki gott fyrir pólitíkusa því þetta komi niður á kjörþokka. Á miðöldum, þegar hárkollutískan kom fram, þá var það vegna þess að menn höfðu misst hárið í tengslum við það að hafa fengið sýfilis og vildu fela það.“Hefur trú á vampíruaðferðinniTorfi segist hafa nokkra trú á vampíruaðferðinni og rekur það í löngu og fræðilegu máli á hverju hann byggir þá skoðun sína. En, hann hefur helst áhyggjur af því að þessi aðferð skili líkamshári en ekki venjulegu hári. „Þetta er örugglega á byrjunarstigi. Árið 1997 héldu vísindamenn því fram að þetta lægi í ættum, og konur sem eru með þetta í sínu genamengi fái blöðrur á eggjastokka. Sama ráð á að gagnast við þessu hvorutveggja en þá sögðu menn að lausnar væri að vænta eftir sex ár en það bólar ekki á því enn.“
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira