Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 6. maí 2013 10:08 Torfi Geirmundsson. Væntanlega verður meira að gera á stofunni ef vampíruaðferðin virkar. „Það verður meira að gera hjá rakaranum þegar allir verða komnir með hár,“ segir Torfi Geirmundsson hárskeri á Hárhorninu við Hlemm.Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von um að nú sé komið fram óbrigðult ráð gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. Torfi segir skallavandamálið hafi fylgt mannkyni frá upphafi og ýmislegt hafi verið gert til að reyna að finna lausn á þessu. „Af þessu eru sagnir allt aftur til Kleópötru. Orðið skallavandamál kom fyrst fram í orðabók árið 90 eftir Krist, las ég einhvers staðar.“Ríkir hafa af þessum minni áhyggjurMenn hafa gert eitt og annað og margur ætlað sér að verða ríkur á þessu með því að finna upp allskyns elexíra sem eiga að lækna skalla: „En þetta hefur gefist misvel. Að meðaltali eru þetta 7 prósent þjóða sem eiga við þetta að stríða; drúgur fjöldi og þetta getur verið mikið tilfinningamál.“ Að sögn Torfa gefa rannsóknir það til kynna að þeir hinir ríku hafi minnstar áhyggjur af þessu enda þurfi þeir ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því að ganga í auguná hinu kyninu. „Það er helst millistéttin sem hefur af þessu áhyggjur. Þá hefur því lengi verið haldið fram að þetta sé ekki gott fyrir pólitíkusa því þetta komi niður á kjörþokka. Á miðöldum, þegar hárkollutískan kom fram, þá var það vegna þess að menn höfðu misst hárið í tengslum við það að hafa fengið sýfilis og vildu fela það.“Hefur trú á vampíruaðferðinniTorfi segist hafa nokkra trú á vampíruaðferðinni og rekur það í löngu og fræðilegu máli á hverju hann byggir þá skoðun sína. En, hann hefur helst áhyggjur af því að þessi aðferð skili líkamshári en ekki venjulegu hári. „Þetta er örugglega á byrjunarstigi. Árið 1997 héldu vísindamenn því fram að þetta lægi í ættum, og konur sem eru með þetta í sínu genamengi fái blöðrur á eggjastokka. Sama ráð á að gagnast við þessu hvorutveggja en þá sögðu menn að lausnar væri að vænta eftir sex ár en það bólar ekki á því enn.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það verður meira að gera hjá rakaranum þegar allir verða komnir með hár,“ segir Torfi Geirmundsson hárskeri á Hárhorninu við Hlemm.Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von um að nú sé komið fram óbrigðult ráð gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. Torfi segir skallavandamálið hafi fylgt mannkyni frá upphafi og ýmislegt hafi verið gert til að reyna að finna lausn á þessu. „Af þessu eru sagnir allt aftur til Kleópötru. Orðið skallavandamál kom fyrst fram í orðabók árið 90 eftir Krist, las ég einhvers staðar.“Ríkir hafa af þessum minni áhyggjurMenn hafa gert eitt og annað og margur ætlað sér að verða ríkur á þessu með því að finna upp allskyns elexíra sem eiga að lækna skalla: „En þetta hefur gefist misvel. Að meðaltali eru þetta 7 prósent þjóða sem eiga við þetta að stríða; drúgur fjöldi og þetta getur verið mikið tilfinningamál.“ Að sögn Torfa gefa rannsóknir það til kynna að þeir hinir ríku hafi minnstar áhyggjur af þessu enda þurfi þeir ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því að ganga í auguná hinu kyninu. „Það er helst millistéttin sem hefur af þessu áhyggjur. Þá hefur því lengi verið haldið fram að þetta sé ekki gott fyrir pólitíkusa því þetta komi niður á kjörþokka. Á miðöldum, þegar hárkollutískan kom fram, þá var það vegna þess að menn höfðu misst hárið í tengslum við það að hafa fengið sýfilis og vildu fela það.“Hefur trú á vampíruaðferðinniTorfi segist hafa nokkra trú á vampíruaðferðinni og rekur það í löngu og fræðilegu máli á hverju hann byggir þá skoðun sína. En, hann hefur helst áhyggjur af því að þessi aðferð skili líkamshári en ekki venjulegu hári. „Þetta er örugglega á byrjunarstigi. Árið 1997 héldu vísindamenn því fram að þetta lægi í ættum, og konur sem eru með þetta í sínu genamengi fái blöðrur á eggjastokka. Sama ráð á að gagnast við þessu hvorutveggja en þá sögðu menn að lausnar væri að vænta eftir sex ár en það bólar ekki á því enn.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira