Erlent

Þrír menn handteknir vegna hryðjuverkanna í Boston

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrír féllu í hryðjuverkaárásunum í Boston maraþoninu.
Þrír féllu í hryðjuverkaárásunum í Boston maraþoninu. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Boston hefur handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásinni í Boston maraþoninu þann 15. apríl síðastliðinn. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um hina handteknu, en lögreglan segir þó að engin almannaógn steðji að.

Hinn nítján ára gamli Dzhokhar Tsarnaev hefur verið kærður fyrir aðild að árásinni og 26 ára gamall bróðir hans, sem einnig er grunaður um aðild, var felldur í skotárás fáeinum dögum eftir að hryðjuverkin voru framin. Bandarískir fjölmiðar segjast sumir hafa heimildir fyrir því að tveir þeirra sem hafa nú verið handteknir hafi verið skólafélagar yngri bróðurins. Það hefur ekki verið staðfest.

Áður hafði verið talið að bræðurnir tveir hefðu verið einir að verki við hryðjuverkaárásirnar.

BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×