Körfubolti

Helena á leið í 300 kílómetra hjólatúr

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helena ásamt móður sinni á nýja hjólinu.
Helena ásamt móður sinni á nýja hjólinu.
„Ég er nýbúin að kaupa mér alvöru hjól þannig að ég er bara að prófa mig áfram í þessu. En maður gerir þetta bara almennilega fyrst maður er að þessu," segir körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir.

Helena er í Svíþjóð ásamt móður sinni og föður. Þau eru hluti af sextán manna hóp frá Íslandi sem ætlar að hjóla 300 kílómetra leið í kringum stöðuvatnið Vättern. Um árlegar hjólreiðakeppni er að ræða þar sem hjólað er yfir nóttina.

„Við leggjum af stað annað kvöld um klukkan 22 og vonumst eftir því að klára eftir hádegi á laugardaginn," segir Helena. Rignt hafi í dag en spáin fyrir aðfaranótt laugardagsins sé góð. Þau vonast til þess að sleppa við rigningu.

Helena segist ekki vera neitt sérstaklega stressuð þótt hún sé ekki þaulvön hjólreiðakona.

„En ég geri mér samt grein fyrir því að þetta verður ekki auðvelt. Þannig að ég er bara spennt. Við mamma ætlum að njóta þess og gera allt sem við getum til að klára þetta."

Feðginin eru klár í slaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×