Harkaleg handtaka í miðborginni vekur athygli 7. júlí 2013 00:00 Skjáskot úr myndbandinu. Hér sést atburðarásin við handtöku konunnar. Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. Á myndbandinu, sem íbúar á Laugarvegi á tóku upp og settu á Facebook-síðu sína, sést þegar lögreglumennirnir handtaka konu á harkalegan hátt. Í byrjun myndbandsins sést hvernig konan stendur fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst labbar hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast það illa. Eftir að lögreglumaðurinn stuggar við konunni með bílhurðinni má meðal annars heyra þann sem tók upp myndbandið segja: „Hann hrækti á hana, hann hrækti á hana.“ Stuttu síðar þýtur lögreglumaðurinn út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni, áður en hann þrýstir hnénu í bakið á henni og handtekur hana. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoða síðan við að koma konunni í lögreglubílinn sem ekur á brott. Myndbandinu hefur verið deilt mörg hundruð sinnum á samskiptasíðunni í kvöld.UPPFÆRT 00.05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu að málið yrði tekið til skoðunar:„Okkur hafa borist fjöldamargir hlekkir á myndskeið sem sýnir valdbeitingu lögreglumanna á Laugavegi. Margir lýsa undrun og hneykslan vegna aðfara lögreglumannanna. Við sem höldum utan um þessa síðu getum ekki svarað fyrir þetta mál. Hins vegar mun það verða tekið til skoðunar innan embættisins. Að auki er fólki alltaf frjálst að leita réttar síns ef það telur lögregluna hafa brotið gegn sér. Ríkissaksóknari fer með mál þar sem lögreglumenn eru grunaðir um brot í starfi. Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað milli lögreglumannanna og þessa einstaklings sem varð til þess að hún var handtekin.Þetta mál verður skoðað, það getur þessi færsluritari fullyrt. Við getum ekki svarað öllum þeim skilaboðum eða fyrirspurnum sem okkur berast vegna þessa.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira
Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. Á myndbandinu, sem íbúar á Laugarvegi á tóku upp og settu á Facebook-síðu sína, sést þegar lögreglumennirnir handtaka konu á harkalegan hátt. Í byrjun myndbandsins sést hvernig konan stendur fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst labbar hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast það illa. Eftir að lögreglumaðurinn stuggar við konunni með bílhurðinni má meðal annars heyra þann sem tók upp myndbandið segja: „Hann hrækti á hana, hann hrækti á hana.“ Stuttu síðar þýtur lögreglumaðurinn út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni, áður en hann þrýstir hnénu í bakið á henni og handtekur hana. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoða síðan við að koma konunni í lögreglubílinn sem ekur á brott. Myndbandinu hefur verið deilt mörg hundruð sinnum á samskiptasíðunni í kvöld.UPPFÆRT 00.05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu að málið yrði tekið til skoðunar:„Okkur hafa borist fjöldamargir hlekkir á myndskeið sem sýnir valdbeitingu lögreglumanna á Laugavegi. Margir lýsa undrun og hneykslan vegna aðfara lögreglumannanna. Við sem höldum utan um þessa síðu getum ekki svarað fyrir þetta mál. Hins vegar mun það verða tekið til skoðunar innan embættisins. Að auki er fólki alltaf frjálst að leita réttar síns ef það telur lögregluna hafa brotið gegn sér. Ríkissaksóknari fer með mál þar sem lögreglumenn eru grunaðir um brot í starfi. Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað milli lögreglumannanna og þessa einstaklings sem varð til þess að hún var handtekin.Þetta mál verður skoðað, það getur þessi færsluritari fullyrt. Við getum ekki svarað öllum þeim skilaboðum eða fyrirspurnum sem okkur berast vegna þessa.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira