Fylgdust með Vikernes um nokkurt skeið Kristján Hjálmarsson skrifar 16. júlí 2013 18:33 Vikernes var handtekinn í Frakklandi í morgun. Yfirvöld í Frakklandi hafa staðfest við norsku fréttastofuna NRK að þau hafi fylgst með því sem Varg Vikernes hefur aðhafst á netinu síðustu mánuði. Það eru sérstaklega tvö blogg sem hann hélt úti sem þau fylgdust með. "Okkur grunaði strax að hann ætti hlut að máli því hann hafði skrifað níð um gyðinga, múslima og fleiri," segir franski saksóknarinn Agnés Thibault-Lecuivre í viðtali við NRK. "Við teljum að hann hafi haft tengsl við öfga hægrimenn sem hugðu á hryðjuverk. Hann er grunaður um það. Við höfum sem stendur ekki fundið nákvæm gögn en við sjáum hvað rannsóknin leiðir í ljós," sagði Agnés. Norski tónlistarmaðurinn Kristian „Varg“ Vikernes var handtekinn í Frakklandi í dag, grunaður um að hafa skipulagt „stórfelld hryðjuverk“, eins og kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Frakklands. Vikernes var handtekinn á heimili sínu í Corrèze í morgun, en hann var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 1994 fyrir morðið á Øystein Aarseth, gítarleikara svartmálmsveitarinnar Mayhem, árið áður. Vikernes, sem var einnig meðlimur sveitarinnar, fékk reynslulausn úr fangelsi í ársbyrjun 2009. Hann er yfirlýstur nýnasisti og virkur bloggari. Lögreglan er sögð hafa komist á snoðir um fyrirætlanir Vikernes þegar hann fékk sent eintak af stefnuyfirlýsingu norska fjöldamorðingjans Anders Breiviks, og lét til skarar skríða þegar eiginkona Vikernes keypti fjóra riffla. Eins og fram kom á Vísi í dag átti Vikernes íslenskan pennavin. Frakkland Noregur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa staðfest við norsku fréttastofuna NRK að þau hafi fylgst með því sem Varg Vikernes hefur aðhafst á netinu síðustu mánuði. Það eru sérstaklega tvö blogg sem hann hélt úti sem þau fylgdust með. "Okkur grunaði strax að hann ætti hlut að máli því hann hafði skrifað níð um gyðinga, múslima og fleiri," segir franski saksóknarinn Agnés Thibault-Lecuivre í viðtali við NRK. "Við teljum að hann hafi haft tengsl við öfga hægrimenn sem hugðu á hryðjuverk. Hann er grunaður um það. Við höfum sem stendur ekki fundið nákvæm gögn en við sjáum hvað rannsóknin leiðir í ljós," sagði Agnés. Norski tónlistarmaðurinn Kristian „Varg“ Vikernes var handtekinn í Frakklandi í dag, grunaður um að hafa skipulagt „stórfelld hryðjuverk“, eins og kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Frakklands. Vikernes var handtekinn á heimili sínu í Corrèze í morgun, en hann var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 1994 fyrir morðið á Øystein Aarseth, gítarleikara svartmálmsveitarinnar Mayhem, árið áður. Vikernes, sem var einnig meðlimur sveitarinnar, fékk reynslulausn úr fangelsi í ársbyrjun 2009. Hann er yfirlýstur nýnasisti og virkur bloggari. Lögreglan er sögð hafa komist á snoðir um fyrirætlanir Vikernes þegar hann fékk sent eintak af stefnuyfirlýsingu norska fjöldamorðingjans Anders Breiviks, og lét til skarar skríða þegar eiginkona Vikernes keypti fjóra riffla. Eins og fram kom á Vísi í dag átti Vikernes íslenskan pennavin.
Frakkland Noregur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira