Þetta var erfiður hálftími Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 17:19 "Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
"Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira