Erlent

Viltu láta jarða þig í geimnum?

Þórhldur Þorkelsdóttir skrifar
Einhverjum þykir eflaust freistandi að láta dreifa ösku ástvina sinna um sporbraut jarðar.
Einhverjum þykir eflaust freistandi að láta dreifa ösku ástvina sinna um sporbraut jarðar. MYND/AFP
Nýtt fyrirtæki, Elysium Space,vinnur nú að því að gera jarðarfarir í geimnum mögulegar. Fyrir tvö þúsund bandaríkjadollara getur þú pantað far fyrir ösku ástvina þinna út í geim þar sem henni er svo dreift um sporbraut jarðar.

Geimjarðarfarirnar svokölluðu verða ræstar út frá Kennedy geimstöðinni í borginni Cape Canaveral í Flórída. Það var Thomas Civeit, fyrrverandi hugbúnaðarverkfræðingur hjá NASA, sem stofnaði Elysium Space og kom hugmyndinni í framkvæmd.

Fjölskylda og ástvinir þess látna geta svo fylgst með ferðinni í gegnum sérstakt snjallsímaforrit sem sýnir nákvæma staðsetningu geimflaugarinnar í rauntíma.

Á heimasíðu Elysium Space kemur fram að fyrirtækið bjóði upp á „himneska þjónustu til að heiðra og fagna lífi einhvers sem þú elskar."

Fyritækið er nú þegar byrjað að taka við pöntunum á geimjarðarförum fyrir næsta sumar. 

Þetta kemur fram á vef Huffingon Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×