Körfubolti

Belgar unnu Þjóðverja eftir framlengingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jonathan Tabu fagnar hér með landa sínum.
Jonathan Tabu fagnar hér með landa sínum. Mynd / Getty Images
Belgar höfðu betur gegn Þjóðverjum, 77-73, á Evrópumótinu í körfubolta sem fram fer í Slóveníu þessa dagana.

Framlengja þurfti leikinn en staðan var 63-63 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn.

Þar voru Belgar sterkari og unnu frábæran sigur en Jonathan Tabu og Sacha Massot gerðu báðir 15 stig fyrir Belga í leiknum.

Bæði Belgar og Þjóðverjar hafa unnið einn leik á mótinu.

Serbar unnu þægilegan sigur á Bosníu 77-67 og hafa þeir unnið tvö fyrstu leiki mótsins í B-riðli.

Tékkar unnu síðan frábæran sigur á grönnum sínum frá Póllandi, 69-68, en Lubos Barton setti niður þrist undir lok leiksins sem tryggði Tékklandi stigin tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×