Innlent

Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla

Kristján Hjálmarsson skrifar
Vonast er til að rannsókninni ljúki um miðjan nóvember og á meðan rannsókn stendur mun umræddur kennari verða í leyfi frá störfum.
Vonast er til að rannsókninni ljúki um miðjan nóvember og á meðan rannsókn stendur mun umræddur kennari verða í leyfi frá störfum.
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga.

Skólastjóri Vesturbæjarskóla óskaði eftir því við sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs í bréfi 14. september síðastliðinn að óháð rannsókn fari fram á þessum ásökunum, jafnframt því að gerð yrði úttekt á vinnulagi skólans í málinu, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Í bréfi skólastjóra var sérstaklega óskað eftir að skoðuð yrði sú fullyrðing sem sett hefur verið fram af hálfu foreldris við skólann, að skólastjóri Vesturbæjarskóla hafi ekki aðhafst neitt í málinu og ekki hafi verið tekið á því í eitt og hálft ár.

Á grundvelli þessa bréfs og alvarlegra staðhæfinga sem settar hafa verið fram í málinu hefur verið ákveðið að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Vonast er til að rannsókninni ljúki um miðjan nóvember og á meðan rannsókn stendur mun umræddur kennari verða í leyfi frá störfum, segir í bréfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×