Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti María Lilja Þrastardóttir skrifar 20. september 2013 19:03 Á fundi foreldra í bekk á miðstigi við Vesturbæjarskóla, sem haldinn var í vikunni var ákvörðun tekin um að taka málið lengra út fyrir skólann og tilkynna einelti kennarans viðeigandi yfirvöldum til rannsóknar. Foreldrarnir hyggjast einnig fara fram á rannsókn um hvort skólastjórnendur hafi brugðist skyldum sínum í meðferð málsins, meðal annars með því að taka frekar undir með málstað kennarans og víkja ekki viðkomandi frá störfum á meðan á rannsókn stóð. Í fundargerð foreldra, sem fréttastofa hefur í höndum segir;„Á fundinum kom í ljós að ekki er um einangrað ofbeldi gagnvart einum nemanda að ræða, heldur hafa aðrir nemendur verið beittir ofbeldi, niðurlægðir og margir krakkar í bekknum miður sín efir að hafa orðið viti af þessu.“ Þar segir jafnframt;„Skólastjóri hlýtur að vera ábyrgur fyrir þessu en hann hefur vikið sér undan í málinu og tekið málsstað kennarans.“ Settur skólastjóri í vesturbæjarskóla fór í veikindaleyfi í gær og vildi ekki tjá sig við fréttastofu um málið. Þá tókst ekki að ná tali af kennaranum sem um ræðir. Foreldri sem fréttastofa ræddi við í dag sagði það sæta mikilli furðu að mál sem þessi væru aðeins rannsökuð innnan skólanna sjálfra en ekki af hlutlausum aðila. Þá væri einnig undarlegt að í ljósi mikils átaks í að innleiða Olewusaráætlunina, um meðferð eineltis, í skóla væri ekkert eftirlit með því hvort henni væri framfylgt. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, staðfesti við fréttastofu að sér væri kunnugt um málið en frábað sér frá viðtölum að sinni, eða þangað til að formleg tilkynning hefði borist. Hún tók einnig undir með foreldrinu og sagði fullt tilefni til þess að skoða eftirfylgni með eineltisáætlunum. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Á fundi foreldra í bekk á miðstigi við Vesturbæjarskóla, sem haldinn var í vikunni var ákvörðun tekin um að taka málið lengra út fyrir skólann og tilkynna einelti kennarans viðeigandi yfirvöldum til rannsóknar. Foreldrarnir hyggjast einnig fara fram á rannsókn um hvort skólastjórnendur hafi brugðist skyldum sínum í meðferð málsins, meðal annars með því að taka frekar undir með málstað kennarans og víkja ekki viðkomandi frá störfum á meðan á rannsókn stóð. Í fundargerð foreldra, sem fréttastofa hefur í höndum segir;„Á fundinum kom í ljós að ekki er um einangrað ofbeldi gagnvart einum nemanda að ræða, heldur hafa aðrir nemendur verið beittir ofbeldi, niðurlægðir og margir krakkar í bekknum miður sín efir að hafa orðið viti af þessu.“ Þar segir jafnframt;„Skólastjóri hlýtur að vera ábyrgur fyrir þessu en hann hefur vikið sér undan í málinu og tekið málsstað kennarans.“ Settur skólastjóri í vesturbæjarskóla fór í veikindaleyfi í gær og vildi ekki tjá sig við fréttastofu um málið. Þá tókst ekki að ná tali af kennaranum sem um ræðir. Foreldri sem fréttastofa ræddi við í dag sagði það sæta mikilli furðu að mál sem þessi væru aðeins rannsökuð innnan skólanna sjálfra en ekki af hlutlausum aðila. Þá væri einnig undarlegt að í ljósi mikils átaks í að innleiða Olewusaráætlunina, um meðferð eineltis, í skóla væri ekkert eftirlit með því hvort henni væri framfylgt. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, staðfesti við fréttastofu að sér væri kunnugt um málið en frábað sér frá viðtölum að sinni, eða þangað til að formleg tilkynning hefði borist. Hún tók einnig undir með foreldrinu og sagði fullt tilefni til þess að skoða eftirfylgni með eineltisáætlunum.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira