Innlent

Kröfu Hraunavina hafnað

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hraunavinir stöðva framkvæmdir við Gálgahraun.
Hraunavinir stöðva framkvæmdir við Gálgahraun.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Hraunavina og þrennra annarra náttúruverndarsamtaka, um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort samtökin hafi lögvarinna hagsmuna að gæta í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun.

Samtökin kröfðust lögbannsins sem var hafnað af sýslumanninum í Reykjavík en sú niðurstaða var kærð til Héraðsdóms Reykjavíkur. Undir meðferð málsins gerðu samtökin umrædda kröfu um að vísa málinu til ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Þeirri kröfu var í dag hafnað af dómnum. Úrskurðinum verður líklegast áfrýjað af hálfu sóknaraðila.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×