Bakarameistarinn vildi alls ekki baka nein vandræði Kristján Hjálmarsson skrifar 16. október 2013 08:41 Kolbeinn Sigþórsson markaskorari er sonur Sigþórs Sigurðssonar kenndan við Bakarameistarann. „Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram. Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
„Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram.
Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira