Erlent

Síðustu augnablikin áður en Madeline McCann hvarf

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þetta er mynd úr vídjói sem tekið var rétt áður en Madeline hvarf.
Þetta er mynd úr vídjói sem tekið var rétt áður en Madeline hvarf.
Síðustu augnablik og þeir atburðir sem leiddu til þess að Madeline McCann hvarf í Portúgal árið 2007 verða sýndir í sjónvarpsþættinum Crimewatch á BBC á morgun. Þetta kemur fram hjá Dailymail.

Þátturinn sem verður 25 mínútna langur mun meðal annars sýna Madeline litlu spila tennis með foreldrum sínum. Myndirnar eru teknar aðeins örfáum dögum áður en hún hvarf.

Í þættinum verða sýndar myndir af mönnum sem sjást í bænum Praia da Luz í Portúgal, kvöldið sem Madeline hvarf.  En það er bærinn sem hún dvaldist í ásamt fjölskyldu sinni.

Í þættinum verður einnig sýnt viðtal við móður Madeline, þar sem hún er spurð hversu oft hún hugsi til dóttur sinnar, sem var aðeins þriggja ára gömul þegar hún hvarf.

Foreldrarnir voru að borða á veitingastað nærri hótelinu þar sem börn þeirra lágu sofandi. Móðir hennar segir að það sé erfitt að halda upp á afmæli, jól og þess háttar gleðidaga. Það sé erfitt þegar að það vanti alltaf einn úr fjölskyldunni á slíkum stundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×