10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2013 19:00 Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. Tíu manns hafa þegar fengið þar vinnu og stefnt að því að fjölga upp í fimmtán starfsmenn við að sjóða niður lifur, hrogn og makríl. Það þótti mikið áfall fyrir samfélagið á Kópaskeri þegar rækjuverksmiðjunni var lokað fyrir áratug. Tólfhundruð fermetra fiskverkunarhúsið var í eigu Byggðastofnunar en nú hefur fyrirtækið JS Seafood hleypt í það nýju lífi. Það er í eigu tveggja einstaklinga, Jóns Arnar Jakobssonar og Sarunas Raila frá Litháen. Í vinnslusal þar sem áður var pilluð rækja byrjuðu niðursuðudósir að rúlla af færibandi í sumar. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Jón Örn að fyrirtækið sé þegar byrjað að sjóða niður þorskalifur og stefnt að því að bæta við hrognum og makríl á næsta ári. Þeir Jón Örn og Sarunas hafa áður komið að fiskvinnslu í Reykjavík og á Suðurnesjum en þegar spurt er hversvegna þeir velja Kópasker er svarið: Góð staðsetning gagnvart hráefnisöflun á Norðausturlandi.Niðursuðuverksmiðja hefur hafið starfsemi í þessu húsi á Kópaskeri, áratug eftir að rækjuverksmiðju var lokað.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ljóst er að atvinnusköpun af þessari stærð hefur verulega þýðingu fyrir byggðina við Öxarfjörð. „Við erum með tíu manns í vinnu hérna núna. Við reiknum með að verða fimmtán manns. Í samfélagi sem er með um 200 manns búsetta er þetta talsverð viðbót,“ segir Jón Örn. „Okkur hefur verið tekið vel. Það eru allir bara ánægðir með þetta framtak.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. Tíu manns hafa þegar fengið þar vinnu og stefnt að því að fjölga upp í fimmtán starfsmenn við að sjóða niður lifur, hrogn og makríl. Það þótti mikið áfall fyrir samfélagið á Kópaskeri þegar rækjuverksmiðjunni var lokað fyrir áratug. Tólfhundruð fermetra fiskverkunarhúsið var í eigu Byggðastofnunar en nú hefur fyrirtækið JS Seafood hleypt í það nýju lífi. Það er í eigu tveggja einstaklinga, Jóns Arnar Jakobssonar og Sarunas Raila frá Litháen. Í vinnslusal þar sem áður var pilluð rækja byrjuðu niðursuðudósir að rúlla af færibandi í sumar. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Jón Örn að fyrirtækið sé þegar byrjað að sjóða niður þorskalifur og stefnt að því að bæta við hrognum og makríl á næsta ári. Þeir Jón Örn og Sarunas hafa áður komið að fiskvinnslu í Reykjavík og á Suðurnesjum en þegar spurt er hversvegna þeir velja Kópasker er svarið: Góð staðsetning gagnvart hráefnisöflun á Norðausturlandi.Niðursuðuverksmiðja hefur hafið starfsemi í þessu húsi á Kópaskeri, áratug eftir að rækjuverksmiðju var lokað.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ljóst er að atvinnusköpun af þessari stærð hefur verulega þýðingu fyrir byggðina við Öxarfjörð. „Við erum með tíu manns í vinnu hérna núna. Við reiknum með að verða fimmtán manns. Í samfélagi sem er með um 200 manns búsetta er þetta talsverð viðbót,“ segir Jón Örn. „Okkur hefur verið tekið vel. Það eru allir bara ánægðir með þetta framtak.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira