Lífið

20 ár á Laugaveginum

Matthildur Leifsdóttir í verslun sinni, 38 þrep við Laugaveg.
Matthildur Leifsdóttir í verslun sinni, 38 þrep við Laugaveg. Daníel Magnússon
„Skemmtileg ævintýri eru yndisleg. Fyrir 20 árum var ég í listnámi á Ítalíu. Þar hreifst ég af ítalskri hönnun og ákvað að opna verslun og selja vel hannaða og fágaða ítalska skó,“ segir Matthildur Leifsdóttir, eigandi 38 þrepa, sem fagna tuttugu ára starfsafmæli í vikunni. 

„Það hefur alltaf verið markmið mitt að hafa fallega ítalska vöru á boðstólum sem er hönnuð og framleidd á Ítalíu,“ segir Matthildur jafnframt.

Tuttugu ár í verslunarrekstri er langur tími, en verslunin hefur staðið við Laugaveg í öll þessi ár.

„Það hefur alltaf verið stefna okkar að styrkja og styðja miðbæjarstemninguna og þess vegna hefur verslunin alltaf verið við Laugaveginn. Og við erum afar stolt af því,“ segir Matthildur.

„Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt en ég held að það sé af því að það hefur verið gaman á leiðinni. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að fagna því með okkur í kvöld. Það er öllum boðið!“ segir Matthildur að lokum, létt í bragði.

Tuttugu ára afmæli verslunarinnar verður fagnað á milli kl. 17.00 og 20.00 í kvöld í 38 þrepum, að Laugavegi 49.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.