Innlent

Margir mættir til að mótmæla - Hrópuðu "hvar er ráðherrann?“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fjöldi manns mætti til að mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið.
Fjöldi manns mætti til að mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið. mynd/GVA
Mikill fjöldi fólks hefur safnaðist saman fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu til að mótamæla lagningu nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun.

Talsmenn umhverfisverndarsamtaka sem stóðu fyrir mótmælunum fyllyrða að um 500 manns hafi tekið þátt í þeim.

Mótmælendurnir vildu afhenda Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra mótmælaskjal en hún var ekki á staðnum. Skjalinu var engu að síður komið til skila.

Mótmælendur hrópuðu: „Hvar er ráðherrann, hvar er ráðherrann?“ og „burtu með ráðherrann.“

Gunnsteinn Ólafsson, hraunavinur flutti ávarp og las upp út bréfinu sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk svo afhent.

Á meðan á samtali blaðamanns við Ragnar Unnarsson, náttúruvin sem staddur var á mótmælunum, heyrðist hvernig mannfjöldinn brast í söng og var lagið Ísland ögrum skorið sungið hástöfum.

Uppfært klukkan 15:05: Samkvæmt upplýsingum frá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, var Hanna Birna upptekin við embættisstörf. Hún var úti á landi við opnun Norðausturvegar til Vopnafjarðar.

Ómar Ragnarsson var mættur til að standa með náttúrunni.mynd/Þórhildur Þorkelsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×