Eiður og Ómar segja ofbeldi hafa verið beitt - "Tökum hann, tökum hann“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 17:10 Ómari var mikið niðri fyrir þegar hann lýsti því hvernig jarðýtan væri að eyðileggja hraunið. mynd/GVA „Hann Eiður var beittur ofbeldi,“ segir Ómar Ragnarsson um það þegar Eiður var stöðvaður af lögreglunni og mátti ekki fara inn á svæðið hjá Gálgahrauni í morgun. „Þeir hrintu honum, ekki þannig að hann datt en þannig að hann komst ekki inn á svæðið nema að beita handalögmálum. En við gerum það ekki,“segir Ómar. Eiður Svanberg Guðnason, lýsir atvikinu á blogginu sínu: „Tökum hann, tökum hann, sagði fílefldur lögregluþjónn um leið og hann og félagi hans hrintu mér yfir ímyndaða línu milli tveggja keilna í Gálgahrauni í morgun.“ Eiður segir að marga hafa orðið vitni að þessu, það hafi ekki verið búið að strengja nein bönd eða borða, aðeins að henda niður nokkrum röndóttum keilum. „Það er álitamál hvort ég var 20 eða 30 sentímetra innan við ímyndaða línu sem enginn sá nema lögreglan,“ segir Eiður. Eiður segir að á meðan lögreglan hótaði honum hafi Ómar Ragnarsson, vinur sinn fengið að ganga óhindrað inn á svæðið. Þessu lýsti Ómar í viðtali við Vísi í morgun stuttu eftir að hann var handtekinn. Eiður segir að lögreglan hafi beitt Ómar ofbeldi og borið hann í burtu. „Lögreglan tók mig fyrst, kannski er það heiður,“ segir Eiður. „Ég varð að klípa sjálfan mig, til þess að trúa því sem ég var að horfa á. Þeir komu að mér þar sem ég sat bara og var að njóta íslenskrar náttúru,“ segir Ómar og er greinilega mikið niðri fyrir. „Ég var að horfa á menn sem eru að eyðileggja eins mikið af hrauni og þeir geta og taka þannig valdið af Hæstarétti.“ Hann segir að menn ætli með hreinu ofbeldi að valta yfir lög og rétt í þessu máli. Hann segir að margir hafi komið þarna í dag, sérstaklega í hádeginu. Hann segir að jarðýtan hafi farið hamförum í hrauninu og allt líti út fyrir að á morgun verði búið að eyðileggja þetta þannig að ekkert verði fyrir Hæstarétt til að dæma um. „Mér finnst þetta siðlaust, þetta er ekki lendur vegagerð, þetta snýst bara um að skemma eins mikið og hægt er,“ segir Ómar. Tengdar fréttir Ómar Ragnarsson handtekinn "Ég sat bara þarna og hreyfði mig ekki neitt, en núna er ég í lögreglubíl á leið í steininn,“ segir Ómar Ragnarsson náttúruvinur, sem var handtekinn rétt í þessu þar sem hann var viðstaddur mótmælin í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:57 Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33 Vegagerðin segir mótmælin ólögmæt „Þessi mótmæli eru ólögmæt,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 21. október 2013 13:32 Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29 Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar "Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. 21. október 2013 13:48 Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05 Á annað hundrað á útkallslista Hraunavina "Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður náttúrverndarsamtakanna. Hann segir að Vegagerðin hafi tilkynnt Hraunavinum á fundi að hún myndi hefja framkvæmdir í Gálgahrauni og því hafi menn ákveðið að hafa fólk á vakt í hrauninu. 21. október 2013 06:15 Lögreglan fór fram með miklu offorsi - "Við ætlum beint uppeftir aftur“ "Það er enn fólk þarna uppfrá og við ætlum að fara beint aftur í hraunið,“ segir Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins, sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli vegna Gálgahrauns. 21. október 2013 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Hann Eiður var beittur ofbeldi,“ segir Ómar Ragnarsson um það þegar Eiður var stöðvaður af lögreglunni og mátti ekki fara inn á svæðið hjá Gálgahrauni í morgun. „Þeir hrintu honum, ekki þannig að hann datt en þannig að hann komst ekki inn á svæðið nema að beita handalögmálum. En við gerum það ekki,“segir Ómar. Eiður Svanberg Guðnason, lýsir atvikinu á blogginu sínu: „Tökum hann, tökum hann, sagði fílefldur lögregluþjónn um leið og hann og félagi hans hrintu mér yfir ímyndaða línu milli tveggja keilna í Gálgahrauni í morgun.“ Eiður segir að marga hafa orðið vitni að þessu, það hafi ekki verið búið að strengja nein bönd eða borða, aðeins að henda niður nokkrum röndóttum keilum. „Það er álitamál hvort ég var 20 eða 30 sentímetra innan við ímyndaða línu sem enginn sá nema lögreglan,“ segir Eiður. Eiður segir að á meðan lögreglan hótaði honum hafi Ómar Ragnarsson, vinur sinn fengið að ganga óhindrað inn á svæðið. Þessu lýsti Ómar í viðtali við Vísi í morgun stuttu eftir að hann var handtekinn. Eiður segir að lögreglan hafi beitt Ómar ofbeldi og borið hann í burtu. „Lögreglan tók mig fyrst, kannski er það heiður,“ segir Eiður. „Ég varð að klípa sjálfan mig, til þess að trúa því sem ég var að horfa á. Þeir komu að mér þar sem ég sat bara og var að njóta íslenskrar náttúru,“ segir Ómar og er greinilega mikið niðri fyrir. „Ég var að horfa á menn sem eru að eyðileggja eins mikið af hrauni og þeir geta og taka þannig valdið af Hæstarétti.“ Hann segir að menn ætli með hreinu ofbeldi að valta yfir lög og rétt í þessu máli. Hann segir að margir hafi komið þarna í dag, sérstaklega í hádeginu. Hann segir að jarðýtan hafi farið hamförum í hrauninu og allt líti út fyrir að á morgun verði búið að eyðileggja þetta þannig að ekkert verði fyrir Hæstarétt til að dæma um. „Mér finnst þetta siðlaust, þetta er ekki lendur vegagerð, þetta snýst bara um að skemma eins mikið og hægt er,“ segir Ómar.
Tengdar fréttir Ómar Ragnarsson handtekinn "Ég sat bara þarna og hreyfði mig ekki neitt, en núna er ég í lögreglubíl á leið í steininn,“ segir Ómar Ragnarsson náttúruvinur, sem var handtekinn rétt í þessu þar sem hann var viðstaddur mótmælin í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:57 Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33 Vegagerðin segir mótmælin ólögmæt „Þessi mótmæli eru ólögmæt,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 21. október 2013 13:32 Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29 Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar "Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. 21. október 2013 13:48 Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05 Á annað hundrað á útkallslista Hraunavina "Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður náttúrverndarsamtakanna. Hann segir að Vegagerðin hafi tilkynnt Hraunavinum á fundi að hún myndi hefja framkvæmdir í Gálgahrauni og því hafi menn ákveðið að hafa fólk á vakt í hrauninu. 21. október 2013 06:15 Lögreglan fór fram með miklu offorsi - "Við ætlum beint uppeftir aftur“ "Það er enn fólk þarna uppfrá og við ætlum að fara beint aftur í hraunið,“ segir Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins, sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli vegna Gálgahrauns. 21. október 2013 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Ómar Ragnarsson handtekinn "Ég sat bara þarna og hreyfði mig ekki neitt, en núna er ég í lögreglubíl á leið í steininn,“ segir Ómar Ragnarsson náttúruvinur, sem var handtekinn rétt í þessu þar sem hann var viðstaddur mótmælin í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:57
Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33
Vegagerðin segir mótmælin ólögmæt „Þessi mótmæli eru ólögmæt,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 21. október 2013 13:32
Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29
Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar "Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. 21. október 2013 13:48
Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05
Á annað hundrað á útkallslista Hraunavina "Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður náttúrverndarsamtakanna. Hann segir að Vegagerðin hafi tilkynnt Hraunavinum á fundi að hún myndi hefja framkvæmdir í Gálgahrauni og því hafi menn ákveðið að hafa fólk á vakt í hrauninu. 21. október 2013 06:15
Lögreglan fór fram með miklu offorsi - "Við ætlum beint uppeftir aftur“ "Það er enn fólk þarna uppfrá og við ætlum að fara beint aftur í hraunið,“ segir Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins, sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli vegna Gálgahrauns. 21. október 2013 11:15