Innlent

Faðir stúlkunnar: "Við erum vonsvikin og reið“

Kristján Hjálmarsson skrifar
„Við erum í sjokki - erum vonsvikin og reið," segir faðir annarrar stúlkunnar sem dæmd var til sjö ára fangelsisvistar fyrir smygl á 3 kílóum á kókaíni í Tékklandi í dag.

Faðir stúlkunnar var viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp. Þegar blaðamaður náði tali af honum var honum mikið niðri fyrir og vildi ekki tjá sig mikið um málið. „Við erum í sjokki,“ segir faðirinn og baðst undan frekari viðtölum.

Dóttir hans hefur verið í gæsluvarðhaldi í tékknesku fangelsi í að verða ár. Hann hefur heimsótt hana einu sinni í fangelsið og móðir hennar tvisvar.

Stúlkurnar eru 19 ára gamlar og voru handteknar á Vaclav Havel-flugvellinum í Prag fyrir um ári síðan. Þær komu til landsins frá Sao Paulo í Brasilíu en millilentu í München í Þýskalandi. Kókaínið var vandlega falið í ferðatösku.

Stúlkurnar hafa setið í gæsluvarðhaldi í Tékklandi frá því málið kom upp en gæsluvarðhaldið dregst frá refsingunni.

Búið er að áfrýja málinu en stúlkurnar mega gera ráð fyrir því að sitja inni í þrjú ár hið minnsta.


Tengdar fréttir

Íslensku stúlkurnar í 7 ára fangelsi

Íslensku stúlkurnar tvær sem voru teknar með um þrjú kíló af kókaíni á alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi voru dæmdar 7 og 7 og hálfs árs fangelsi nú rétt í þessu.

Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag

Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar.

Búist við vægari dómi í ljósi samstarfsvilja

Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×