Innlent

"Við erum öll í mikilli geðshræringu“

Kristján Hjálmarsson skrifar
„Fjölskyldunni er illa brugðið,“ segir stjúpa annarrar stúlkunnar sem fékk sjö ára dóm fyrir eiturlyfjasmygl í Tékklandi.

Foreldrar stúlkunnar voru viðstaddir þegar dómurinn féll og eins og gefur að skilja er þeim brugðið.

Foreldrar stúlkunnar hafa gert sitt til að hjálpa þeim. Móðir hennar hefur tvisvar heimsótt hana í fangelsið í Prag og pabbinn einu sinni.

Að sögn stjúpunnar hafa bréfaskrifti á milli stúlkunnar og foreldra hennar verið mikil.

„Við erum öll í mikilli geðshræringu," segir stjúpan.


Tengdar fréttir

Íslensku stúlkurnar í 7 ára fangelsi

Íslensku stúlkurnar tvær sem voru teknar með um þrjú kíló af kókaíni á alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi voru dæmdar 7 og 7 og hálfs árs fangelsi nú rétt í þessu.

Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag

Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar.

Búist við vægari dómi í ljósi samstarfsvilja

Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×