Innlent

Stúlkurnar í dómsal: "Ég gæti bara dáið“

Boði Logason skrifar
Til hægri má sjá ofan í ferðatösku annarar stúlkunnar, en til vinstri má sjá fangelsi í Prag.
Til hægri má sjá ofan í ferðatösku annarar stúlkunnar, en til vinstri má sjá fangelsi í Prag. samsett mynd
Þórir Gunnarsson, ræðismaður Íslands í Prag, var viðstaddur dómsuppkvaðninguna þegar tvær nítján ára íslenskar stúlkur voru dæmdar í sjö og sjö og hálfs árs fangelsi í morgun.

Stúlkurnar voru dæmdar fyrir að smygla inn um 3 kílóum af kókaíni til landsins í fyrra. Þórir segir í samtali við fréttastofu að stúlkurnar hafi brotnað saman þegar dómurinn var lesinn upp.

„Ég gæti bara dáið,“ segir Þórir að stúlkurnar hafi sagt þegar dómurinn féll, og endurtekið í sífellu „guð minn almáttugur.“

Þóri var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði á hann nú fyrir stundu.

„Ég talaði strax við verjandann þeirra og við ákváðum að áfrýja strax. Dómarinn er með margar rangar forsendur, hún misskildi skjölin. Hann var bara eins og ljón í gryfju,“ segir Þórir. 


Tengdar fréttir

Íslensku stúlkurnar í 7 ára fangelsi

Íslensku stúlkurnar tvær sem voru teknar með um þrjú kíló af kókaíni á alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi voru dæmdar 7 og 7 og hálfs árs fangelsi nú rétt í þessu.

Búist við vægari dómi í ljósi samstarfsvilja

Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×