Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2013 12:11 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27