Innlent

Aðeins 15 prósent af notkun Ríkisútvarpsins er hjá Rás 1

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
„Það er ekki verið að hola Rás 1 að innan eða rústa henni,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri í viðtali hjá Sigurjóni M. Egilssyni í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Í næstu viku verði nýr dagskrárrammi Rásar 1 kynntur. „Þá munu menn komast að því að þarna verður  fullt af afburðarfólki áfram við störf að búa til menningarlega og fína dagskrá.“

Umbúnaðurinn verði örðuvísi og sumt verði að gera ódýrar og verið sé að hverfa frá ákveðinni tegund að dagskrárgerð. Eftir sem áður verði Rás 1 sá þungi og mikilvægi póstur í íslensku menningarlífi sem hún hefur alltaf verið.

„Það er engum greiði gerður með því að tala það fólk sem vinnur þarna né dagskrána sem mun birtast mönnum smátt og smátt, niður,“ segir Páll.

Páll segir að fólk verði að hafa í huga að 85 prósent af notkun RÚV sé annars staðar en á Rás 1. Aðeins 15 prósent noti Rás 1, 30 prósent hlusti á Rás 2 og restin á RÚV.

Páll tekur undir að Rás 1 sé þýðingarmikil og það séu ýmsir aðrir mælikvarðar sem nota verði en vinsældir, áhorf og hlustun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×