Skattar og dauðinn eina sem er öruggt í veröldinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2013 12:20 Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira